Rétturinn til að ráða búsetu og atvinnu sinni er bara orð á blaði Helga Thorberg skrifar 23. ágúst 2021 17:00 Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun