Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálfstæðisflokkinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun