Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2021 19:44 Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi samstöðufundar á Austurvelli í gær, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga of skammt. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00