Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 20:30 Tólf ára sonur Ísaks fékk bólusetningu í Laugardalshöll í dag. vísir/egill Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. „Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna. Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna.
Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30