Þýska blaðið Bild greinir frá þessu. Ekki nóg með að Raiola hafi óskað eftir þessari stjarnfræðilega háu upphæð í laun fyrir Håland heldur vildi hann sjálfur fá 34 milljónir punda í umboðslaun.
Borussia Dortmund hafnaði tilboði Chelsea í Håland og sneri þá að Romelu Lukaku sem félagið keypti frá Inter á 98 milljónir punda.
Håland verður væntanlega áfram í herbúðum Dortmund í vetur en hann kom til félagsins frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Næsta sumar verður hægt að virkja riftunarákvæði í samningi Hålands sem hljóðar upp á 64 milljónir punda.
Håland skoraði 41 mark í 41 leik í öllum keppnum á síðasta tímabili og hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum á þessu tímabili.
Lukaku skoraði í fyrsta leik sínum fyrir Chelsea, í 0-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.