Lögreglan varaði í morgun við miklum vatnavöxtum í ám á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls. Þá voru leiðirnar aðeins sagðar færar vel búnum stórum jeppum.
Nú hefur Lögreglan á Norðurlandi eystra sett inn uppfærslu á Facebooksíðu sína þar sem leiðirnar eru sagðar með öllu ófærar.