Lög unga fólksins Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:31 Í haust kjósa Íslendingar fæddir á 21.öldinni í fyrsta skipti í Alþingiskosningum. Hin svokallaða Z- kynslóð er að öðlast kosningarétt. Ef marka á börnin mín finnst þessari kynslóð tölvupóstur í meira lagi hallærislegur og seinvirkur. Minni kynslóð, X-kynslóðinni, finnst tölvupóstur enn algjör bylting í samskiptum. Þetta unga fólk veit varla hvað línuleg dagskrá þýðir, gerir kröfu um snör handtök, allar upplýsingar og gögn eiga að liggja klár fyrir, samskipti, vinna og dægradvöl í snjalltækjum. Þetta unga fólk hefur allt önnur úrlausnar- og áhyggjuefni en ég hafði á þeirra aldri. Frá því um 1990 hafa tæknibreytingar gjörbreytt heiminum á undraverðum hraða. Það er stutt síðan að það voru forréttindi að eiga gervihnattadisk til að sjá umheiminn í beinni á CNN. Nú sjáum við heimsatburði í beinni á úrinu okkar. Á aðeins 30 árum höfum við upplifað tæknibyltingu, upplýsingabyltingu, stafræna byltingu, netbyltingu, örgjörvabyltingu sem hefur gjörbreytt lífi okkar og starfi. Veruleiki, lífshættir og samfélag er allt öðruvísi en við þekktum fyrir aðeins þremur áratugum. En okkur hefur ekki enn tekist að greiða úr málefnum landbúnaðarins. Eða lagfæra misræmi í atkvæðavægi. Við höfum ekki undirbúið okkur nægilega vel fyrir áskoranir 21.aldarinnar sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. En hún er löngu hafin. Stjórnvöld hafa ekki spurt réttu spurninganna, vanrækt að undirbúa nýja og breytta framtíð - og velflest kerfi hins opinbera miðast enn við veruleika 20.aldarinnar. Sjálfsagðar en áður ruglaðar hugmyndir Z-kynslóðin á eftir að sjá að stjórnkerfið er enn á hraða snigilsins. Risaeðlur að takast á um málefni sem leysa mátti fyrir löngu. Fólk sem heldur ekki í við tæknibyltinguna. Unga fólkið áttar sig á því að við erum að auka á vanda unga fólksins með því að horfast ekki í augu við þennan nýja veruleika og koma í framkvæmd haldgóðum lausnum sem þó eru til staðar. Lausnum sem Píratar hafa bent á frá stofnun flokksins. Við höfum þó sáð fræjum. Afglæpavæðing, skaðaminnkun, raunhæf höfundarréttarmál í stafrænum heimi, gagnsæi, borgararéttindi, athafnafrelsi og beint lýðræði. Allt eru þetta dæmi um hugmyndir sem þóttu samhengislaust, brjálæðislegt og jafnvel stórhættulegt raus ruglaðs fólks, en eru teknar alvarlega í dag. Z-kynslóðin á eftir að koma með enn betri hugmyndir og lausnir. Þegar samfélagsbreytingar halda ekki í við tækniþróun þá þarf eitthvað undan að láta. Við höfum lengi vitað að við þyrftum að hugsa á nýjan hátt um menntun til að undirbúa okkur fyrir fjórðu iðnbyltinguna, sem er löngu hafin. Afleiðingin er sú að of mörgum líður illa. Illa læsir drengir, kvíðnar stúlkur og áttavillt stálp. Okkur hefur ekki auðnast að búa svo um hnútana að litrík flóra ólíkra einstaklinga geti blómstrað í samfélagi sem sinnir grunnþörfum allra. Við höfum ekki staðið okkur vel þegar kemur að framtíðarsýn og nauðsynlegum undirbúningi samfélagsins alls. Breytingar gerast allt of hægt eða alls ekki. Við sitjum og rífumst um Vaðlaheiðargöng og Landeyjahöfn. Framleiðum skýrslur. Stofnum nefndir. Leynum enn upplýsingum þegar unga fólkið heimtar allt upp á borðið. Vont veganesti Framtíðin er því kvíðvænleg fyrir marga. Ungt fólk áttar sig á því að námslánakerfið er sligandi. Heilbrigðiskerfið er stirðbusalegt. Loftslagsbreytingar þegar farnar að hafa áhrif. Það verður undarlega erfitt að koma þaki yfir höfuðið og sjá fyrir fjölskyldu. Menntakerfi sem þarf að breytast hraðar. Atvinnulífið er einsleitt. Þau sjá fátækt og fordóma allt í kring. Harkkerfi en ekki hagkerfi. Þau sjá allt böl heimsins í símanum. Allar þessar upplýsingar án tækifæra til þess að vinna úr þeim í gegnum árangursríka og ánægjulega skólagöngu, með góðum samfélagslegum stuðningi frá fjölskyldu, vel skipulögðu öryggisneti sem grípur alla. Þetta skapar gríðarlegan kostnað fyrir samfélag framtíðar ef ekki er gripið inn í strax. Áhyggjur, reiði og kvíði eru ekki gott veganesti út í lífið. Það þarf að skapa tækifæri fyrir þessa kynslóð. Það þarf róttækar kerfisbreytingar fyrir þetta flotta unga fólk. Það þarf að mennta þau við hæfi. Höfum kjark til að breyta menntakerfinu okkar í góðu samráði við kennara, nemendur og foreldra. Stórbætum geðheilbrigðisþjónustu og utanumhald fyrir allar fjölskyldur landsins. Það er nóg pláss fyrir okkur öll og við erum svo heppin að eiga ríkt og gott samfélag sem hefur alla burði til að sinna öllum vel. Það þarf að búa þeim betra samfélag og raunhæfar framtíðarhorfur. Tökum á þessum loftslagsbreytingum af alvöru. Við brugðumst of seint við framtíð sem hefur löngu bankað upp á. Breytum þessu saman Z-kynslóðin áttar sig á því að ef hún velur ekki fulltrúa á Alþingi sem líta til framtíðar, vilja grósku, ábyrga meðferð náttúruauðlinda, trygg borgararéttindi, einstaklingsfrelsi og nýsköpun - þá endar þetta með því að sömu freku, gráðugu risaeðlurnar sitja enn í sömu stólum að diskútera landbúnaðartolla, kvótakerfið og byggðamál eftir önnur 30 ár án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Þá lifum við hvorki af loftslagsbreytingar né úrelta samfélagsgerð af mannavöldum. Við verðum að breyta og bæta. Enga stöðnun meir. Mig langar því að bjóða Z-kynslóðina hjartanlega velkomna í hóp kjósenda. Notið nýfengin lýðræðisleg réttindi ykkar til að koma okkur inn í framtíðina. Við þurfum svo sannarlega á aðstoð að halda. Notið atkvæðaréttinn til að koma í veg fyrir að framtíðarkynslóðir þurfi á áfallahjálp að halda áður en þær halda út í lífið. Hefjist handa við að breyta, bæta og búa ykkur til bærilegar framtíðarhorfur. Mín kynslóð hefur ekki gert það ennþá - en Píratar ætla að gera það. Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í haust kjósa Íslendingar fæddir á 21.öldinni í fyrsta skipti í Alþingiskosningum. Hin svokallaða Z- kynslóð er að öðlast kosningarétt. Ef marka á börnin mín finnst þessari kynslóð tölvupóstur í meira lagi hallærislegur og seinvirkur. Minni kynslóð, X-kynslóðinni, finnst tölvupóstur enn algjör bylting í samskiptum. Þetta unga fólk veit varla hvað línuleg dagskrá þýðir, gerir kröfu um snör handtök, allar upplýsingar og gögn eiga að liggja klár fyrir, samskipti, vinna og dægradvöl í snjalltækjum. Þetta unga fólk hefur allt önnur úrlausnar- og áhyggjuefni en ég hafði á þeirra aldri. Frá því um 1990 hafa tæknibreytingar gjörbreytt heiminum á undraverðum hraða. Það er stutt síðan að það voru forréttindi að eiga gervihnattadisk til að sjá umheiminn í beinni á CNN. Nú sjáum við heimsatburði í beinni á úrinu okkar. Á aðeins 30 árum höfum við upplifað tæknibyltingu, upplýsingabyltingu, stafræna byltingu, netbyltingu, örgjörvabyltingu sem hefur gjörbreytt lífi okkar og starfi. Veruleiki, lífshættir og samfélag er allt öðruvísi en við þekktum fyrir aðeins þremur áratugum. En okkur hefur ekki enn tekist að greiða úr málefnum landbúnaðarins. Eða lagfæra misræmi í atkvæðavægi. Við höfum ekki undirbúið okkur nægilega vel fyrir áskoranir 21.aldarinnar sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. En hún er löngu hafin. Stjórnvöld hafa ekki spurt réttu spurninganna, vanrækt að undirbúa nýja og breytta framtíð - og velflest kerfi hins opinbera miðast enn við veruleika 20.aldarinnar. Sjálfsagðar en áður ruglaðar hugmyndir Z-kynslóðin á eftir að sjá að stjórnkerfið er enn á hraða snigilsins. Risaeðlur að takast á um málefni sem leysa mátti fyrir löngu. Fólk sem heldur ekki í við tæknibyltinguna. Unga fólkið áttar sig á því að við erum að auka á vanda unga fólksins með því að horfast ekki í augu við þennan nýja veruleika og koma í framkvæmd haldgóðum lausnum sem þó eru til staðar. Lausnum sem Píratar hafa bent á frá stofnun flokksins. Við höfum þó sáð fræjum. Afglæpavæðing, skaðaminnkun, raunhæf höfundarréttarmál í stafrænum heimi, gagnsæi, borgararéttindi, athafnafrelsi og beint lýðræði. Allt eru þetta dæmi um hugmyndir sem þóttu samhengislaust, brjálæðislegt og jafnvel stórhættulegt raus ruglaðs fólks, en eru teknar alvarlega í dag. Z-kynslóðin á eftir að koma með enn betri hugmyndir og lausnir. Þegar samfélagsbreytingar halda ekki í við tækniþróun þá þarf eitthvað undan að láta. Við höfum lengi vitað að við þyrftum að hugsa á nýjan hátt um menntun til að undirbúa okkur fyrir fjórðu iðnbyltinguna, sem er löngu hafin. Afleiðingin er sú að of mörgum líður illa. Illa læsir drengir, kvíðnar stúlkur og áttavillt stálp. Okkur hefur ekki auðnast að búa svo um hnútana að litrík flóra ólíkra einstaklinga geti blómstrað í samfélagi sem sinnir grunnþörfum allra. Við höfum ekki staðið okkur vel þegar kemur að framtíðarsýn og nauðsynlegum undirbúningi samfélagsins alls. Breytingar gerast allt of hægt eða alls ekki. Við sitjum og rífumst um Vaðlaheiðargöng og Landeyjahöfn. Framleiðum skýrslur. Stofnum nefndir. Leynum enn upplýsingum þegar unga fólkið heimtar allt upp á borðið. Vont veganesti Framtíðin er því kvíðvænleg fyrir marga. Ungt fólk áttar sig á því að námslánakerfið er sligandi. Heilbrigðiskerfið er stirðbusalegt. Loftslagsbreytingar þegar farnar að hafa áhrif. Það verður undarlega erfitt að koma þaki yfir höfuðið og sjá fyrir fjölskyldu. Menntakerfi sem þarf að breytast hraðar. Atvinnulífið er einsleitt. Þau sjá fátækt og fordóma allt í kring. Harkkerfi en ekki hagkerfi. Þau sjá allt böl heimsins í símanum. Allar þessar upplýsingar án tækifæra til þess að vinna úr þeim í gegnum árangursríka og ánægjulega skólagöngu, með góðum samfélagslegum stuðningi frá fjölskyldu, vel skipulögðu öryggisneti sem grípur alla. Þetta skapar gríðarlegan kostnað fyrir samfélag framtíðar ef ekki er gripið inn í strax. Áhyggjur, reiði og kvíði eru ekki gott veganesti út í lífið. Það þarf að skapa tækifæri fyrir þessa kynslóð. Það þarf róttækar kerfisbreytingar fyrir þetta flotta unga fólk. Það þarf að mennta þau við hæfi. Höfum kjark til að breyta menntakerfinu okkar í góðu samráði við kennara, nemendur og foreldra. Stórbætum geðheilbrigðisþjónustu og utanumhald fyrir allar fjölskyldur landsins. Það er nóg pláss fyrir okkur öll og við erum svo heppin að eiga ríkt og gott samfélag sem hefur alla burði til að sinna öllum vel. Það þarf að búa þeim betra samfélag og raunhæfar framtíðarhorfur. Tökum á þessum loftslagsbreytingum af alvöru. Við brugðumst of seint við framtíð sem hefur löngu bankað upp á. Breytum þessu saman Z-kynslóðin áttar sig á því að ef hún velur ekki fulltrúa á Alþingi sem líta til framtíðar, vilja grósku, ábyrga meðferð náttúruauðlinda, trygg borgararéttindi, einstaklingsfrelsi og nýsköpun - þá endar þetta með því að sömu freku, gráðugu risaeðlurnar sitja enn í sömu stólum að diskútera landbúnaðartolla, kvótakerfið og byggðamál eftir önnur 30 ár án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. Þá lifum við hvorki af loftslagsbreytingar né úrelta samfélagsgerð af mannavöldum. Við verðum að breyta og bæta. Enga stöðnun meir. Mig langar því að bjóða Z-kynslóðina hjartanlega velkomna í hóp kjósenda. Notið nýfengin lýðræðisleg réttindi ykkar til að koma okkur inn í framtíðina. Við þurfum svo sannarlega á aðstoð að halda. Notið atkvæðaréttinn til að koma í veg fyrir að framtíðarkynslóðir þurfi á áfallahjálp að halda áður en þær halda út í lífið. Hefjist handa við að breyta, bæta og búa ykkur til bærilegar framtíðarhorfur. Mín kynslóð hefur ekki gert það ennþá - en Píratar ætla að gera það. Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar