Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 13:38 Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um fjölda kynja. Vísir/Vilhelm Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins. Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins.
Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira