„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:48 Ásdís Karen Halldórsdóttir fyrir miðju í meistarafögnuði Vals í kvöld. Hún var að vonum hæstánægð með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/hulda margrét „Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum. Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Pétur vildi ekki fara nánar út í það hvað rútuferðirnar í sumar hefðu gert fyrir Valsliðið en sagðist kannski gera það síðar. „En núna má opna kampavínið. Við fögnum þessum titlum eins og öllum sem við vinnum,“ sagði Pétur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur varð Íslandsmeistari í fótbolta kvenna í tólfta sinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Péturs á þeim fjórum árum sem hann hefur þjálfað Val og hann er hvergi hættur: „Þetta er að mörgu leyti nýtt lið sem að stelpurnar bjuggu til og við gerðum það bara frábærlega vel í sumar. Mér fannst þetta rosalega mikið „lið“. Eftir erfiða byrjun fannst mér þetta breytast í rosalega gott knattspyrnulið og það skilaði þessum titli fyrst og fremst. Ef að ég er hérna þá er stefnan að halda áfram að vinna titla,“ sagði Pétur, og verður hann áfram? „Já, ég held að það hljóti að vera.“ Pétur Pétursson hefur ærna ástæðu til að fagna enda Íslandsmeistari í annað sinn á þremur árum.vísir/hulda margrét Eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að Ásdís Karen Halldórsdóttir hló aðspurð hvort það væri rétt hjá Pétri að rútuferðir út á land hefðu lagt grunninn að titlinum: „Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu. Þær þjöppuðu okkur saman. En mér finnst bara allir hafa gert sitt allra besta í sumar, leikmenn og þjálfarar og bara allir, svo þetta er okkur öllum að þakka,“ sagði Ásdís Karen. „Þetta er fyrsti titillinn minn og eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir og unnið hart að. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Ásdís Karen sem er á sinni annarri leiktíð með Val og hefur verið í stóru hlutverki í sumar: „Það er gaman að fá traustið til að spila og þetta hefur bara verið geggjað,“ segir Ásdís Karen og hún tekur undir að hún hafi vaxið með hverri raun í sumar: „Alveg hundrað prósent. Maður fær meira sjálfstraust með spilatímanum og það er búið að skila sér.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir „Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23 Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Enski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. 25. ágúst 2021 20:23
Leik lokið: Valur - Tindastóll 6-1 | Tólfti titill Valskvenna Valskonur tryggðu sér í kvöld sinn tólfta Íslandsmeistaratitil í fótbolta með öruggum sigri á botnliði Tindastóls í þriðja síðasta leik sínum í sumar. 25. ágúst 2021 19:44
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn