Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:05 Jósef Stalín er einn alræmdasti harðstjóri mannkynssögunnar. Þúsundir og þúsundir ofan voru myrtar í stjórnartíð hans í Úkraínu einni saman. Vísir/EPA Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín. Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld. Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld.
Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira