Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:31 Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun