Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 11:26 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og gesti bæjarins stærstan hluta sumars. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem farið er yfir þau miklu hlýindi sem hafa verið á Norður- og Austurlandi í vikunni, og í raun stóran hluta sumarsins. Veðrið hefur verið gott fyrir austan í sumar. Þessi mynd er frá Egilisstöðum.vísir/vilhelm Eins og komið hefur fram var sautján ára gamalt hitamet slegið í vikunni þegar hitinn fór í 29,4 gráður á Hallormsstað, þar á undan hafði hæsti hiti í ágúst mælst 29,2 gráður, þann 11. ágúst 2004 á Egilsstöðum. Hitamet var einnig sett í Grímsey í fyrradag þegar hiti mældist 22,3 gráður, en fyrra met var 21,7 gráður, þann 27. júlí árið 2011. Þá var júlímánuður sumarsins sá heitasti sem mælst hefur á Akureyri frá upphafi, þegar meðalhitastigið hækkaði um eina gráðu frá fyrra meti. Enn heitt í veðri og ekki útlit fyrir breytingar á næstu dögum Þó að ágústmánuður sé að líða undir lok er enn heitt í veðri á Norður- og Austurlandi, hiti á bilinu 17-21 stig. En þeir sem voru að vona að hægt væri að gera aðra atlögu að hitametinu sem sett var við Teigarhorn í Berufirði í júní 1939, þegar hiti mældist 30,5 gráður, verða líklega fyrir vonbrigðum með nýjustu uppfærslu Veðurstofunnar. Sólardagar hafa verið öllu færri í Reykjavík en fyrir norðan og austan í sumar. Höfuðborgarbúar hafa nýtt tækifærið vel þegar sólin skín, líkt og þessir vösku drengir í Nauthólsvík fyrr í sumar.Vísir/Vilhelm Þar segir að þó áfram verði hlýtt á þessum slóðum og ekki sé von á breytingum á næstu dögum, er hlýjasti loftmassinn farinn frá landinu. „Veðrið í sumar hefur að mörgu leyti verið mjög einsleitt, og hefur staða veðrakerfana verið svipuð svo vikum skiptir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á næstu dögum þó hlýjasti geiri loftmassans sé farinn austur fyrir land, og því ekki útlit fyrir að hitametið frá Teigarhorni verði slegið þetta sumarið,“ segir í frétt á vef Veðurstofunnar.
Veður Akureyri Múlaþing Loftslagsmál Tengdar fréttir Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Sjá meira
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. 25. ágúst 2021 16:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?