Leggur til samræmda þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur. visir Ekkert samræmt verklag er á landsvísu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Lagt er til að þessu verði breytt í tillögum sem heilbrigðisráðherra tók við í dag. Afbrotafræðingur væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda. Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“ Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28