Leggur til samræmda þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur. visir Ekkert samræmt verklag er á landsvísu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Lagt er til að þessu verði breytt í tillögum sem heilbrigðisráðherra tók við í dag. Afbrotafræðingur væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda. Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“ Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Drífa Jónasdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Tillögurnar eru í sex liðum. Meðal annars er lagt til, að frumkvæði embætti ríkissaksóknara, að réttarlæknisfræðileg skoðun þolenda ofbeldis verði framkvæmd á ákveðin máta. „Þeir séu skoðaðir á ákveðin máta sem nýtist áfram inn í dómstólana. Að það sé ekki bara svona eitthvað sem heilbrigðisstarfsmaður tekur niður á sínu tungumáli og vanti kannski upplýsingar. Því að heilbrigðisstarfsmaður veit ekki hvað lögreglan þarf eða dómstólarnir þannig að þetta er heildstæð skráning varðandi móttöku þolenda heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnunum á íslandi,“ sagði Drífa Jónasdóttir. Sú skoðun yrði framkvæmd í alvarlegustu tilfellunum. „Lögreglan þá ákveður það að hér eigi að kalla til einhvern til þess að gera þessa skoðun og hún er þá miklu ítarlegri en þessi hefðbundna skoðun.“ Í dag er ekkert samræmt verklag á landinu í þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa segir að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í tillögurnar og að hún ætli að beita sér fyrir því að þeim verði fylgt eftir. „Það vantar þetta samræmda verklag og skráningu, að allir geri eins. Alveg sama hvar maður lendir inni á heilbrigðisstofnun, hvort sem það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, kynferðislegt eða hvort það verði skörun þar á. Að það sé ekki misjafnt hvað er gert.“ Hún væntir þess að skýrt verklag styrki málstað þolenda í ofbeldismálum, ekki síst ef þeir leita réttar síns. „Já væntanlega skilar þetta sér inn í dómstólana líka, ég held að það sé afleidd afurð af þessu verkefni, vonandi.“
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Vinnur að því að samræma þjónustu fyrir þolendur heimilisofbeldis Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, hefur verið ráðin af heilbrigðisráðuneytinu til þess að móta og innleiða samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 28. maí 2021 13:28