Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2021 22:05 Voðinn er vís fyrir (of) ungt fólk sem vill komast inn á skemmtistaði. Vísir/Egill Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni. „Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri. Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Sjá meira
„Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri.
Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Sjá meira
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01
Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15