Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2021 13:13 Flugmenn Air Greenland, Tonny, til vinstri, og Gunnar, til hægri, millilenda á Egilsstöðum og Ísafirði í dag í ferjufluginu með fyrstu Airbus-þyrluna til Grænlands. Air Greenland Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq. Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq.
Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira