Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2021 13:13 Flugmenn Air Greenland, Tonny, til vinstri, og Gunnar, til hægri, millilenda á Egilsstöðum og Ísafirði í dag í ferjufluginu með fyrstu Airbus-þyrluna til Grænlands. Air Greenland Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq. Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq.
Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira