Efla þarf námstækifæri fullorðinna Hólmfríður Árnadóttir, Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 30. ágúst 2021 09:02 Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun