Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2021 10:52 Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Rúmeníu síðasta haust. Hann verður ekki með gegn Rúmenum á fimmtudag. vísir/vilhelm Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september. HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ var það ekki ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara að þeir Kolbeinn og Rúnar færu úr hópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Kolbeinn viki sæti en Rúnar, sem skoraði í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB í Rúmeníu í gær, dró sig úr hópnum „vegna meiðsla og persónulegra ástæðna“ að því er segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun stjórnar KSÍ kemur í kjölfar fundahalda um helgina sem enduðu með því að Guðni Bergsson hætti sem formaður, eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Þórhildur Gyða greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Vísis er leikmaðurinn sem um ræðir Kolbeinn Sigþórsson. Faðir Þórhildar sendi Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki KSÍ bréf í mars 2018, eftir að Kolbeinn hafði verið valinn í landsliðshópinn að nýju. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með það að maður sem dóttir hans hefði kært fyrir líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni væri kominn aftur í landsliðið. Landsliðið var þá samankomið í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim eftir bréf föður Þórhildar en á þeim tíma var ástæðan sögð vera meiðsli hans. Þórhildur Gyða sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða þess að hún stigi fram væri ekki sú að hún ætti enn eitthvað sökótt við leikmanninn. Hann hefði gengist við broti sínu. Þórhildur var ósátt við orð formanns KSÍ sem sagði ekkert kynferðisofbeldismál hafa komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Hún hafi fundið til ábyrgðar og því stigið fram. Kolbeinn hefur frá árinu 2018 leikið 20 leiki fyrir íslenska landsliðið. Hann á alls að baki 64 A-landsleiki og deilir markameti landsliðsins með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa skorað 26 mörk hvor. Breytingarnar tvær á landsliðshópnum eru gerðar fyrir leiki við Rúmeníu á fimmtudag og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi, í undankeppni HM. Í stað Kolbeins og Rúnars koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík í dag og mætir svo Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og loks Þýskalandi 8. september.
HM 2022 í Katar KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 „Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“ Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar. 29. ágúst 2021 21:17
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06