Hróðmar Sigurðsson gefur út sína fyrstu plötu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 14:04 Hróðmar Sigurðsson heldur útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld. Aðsent Í dag gaf gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson út sína fyrstu plötu og kemur hún út á vegum Reykjavik Record Shop. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa, Hörpu klukkan átta. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing. Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing.
Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira