„Ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2021 21:55 Fylkiskonur eru í strembinni stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar í deildinni. Vísir/Daníel Margrét Magnúsdóttir, einn þjálfara Fylkis, segist svekkt að liðinu hafi ekki tekist að ná í þrjú stig er það gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Þrótt Reykjavík í kvöld. Hún segist þó nokkuð sátt með spilamennskuna. „Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
„Við erum bara nokkuð sáttar með þennan leik. Mér fannst hugarfarið og ákefðin í liðinu til fyrirmyndar og það er það sem við lögðum upp með fyrir leik, að mæta þessu liði af krafti. Og mér fannst við gera það alveg frá fyrstu mínútu. Svo komum við inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og gefum ekkert eftir. Við erum eiginlega bara svekktar að hafa ekki tekið þrjú stig í kvöld.“ sagði Margrét eftir leik og bætti við: „Vissulega hefði verið betra að vera yfir í hálfleik. En staðan var svona og við ákváðum að hrista okkur vel saman og koma grimmar inn í seinni hálfleikinn og mér fannst við gera það.“ Eitt stig gerði lítið fyrir Fylki í kvöld þar sem Keflavík vann 1-0 sigur á botnliði Tindastóls. Fylkir er í fallsæti, þremur stigum á eftir Keflavík eftir úrslit kvöldsins. Þá er Keflavík með töluvert betri markatölu. Margrét segir Fylkiskonur þó hvergi bangnar. „Við erum ekki hættar. Við eigum tvo leiki eftir og við munum gefa allt í það sem eftir er. Það er ekki inni í myndinni að labba frá þessu verkefni með hálfum hug. Það er bara áfram með þetta. Einn leikur í einu. Þetta er vissulega erfið staða sem við erum komnar í, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Við munum mæta í þá leiki sem eftir eru af fullum krafti og gjörsamlega gefa allt í þetta.“ segir Margrét. Mikil umræða hefur þá verið um framhaldið hjá liðinu en tvennum sögum hefur farið um það hvort Kjartan Stefánsson verði áfram þjálfari liðsins. „Það er í rauninni bara staðan í dag að Kjartan hætti fyrr í sumar. Staðan er þannig að við munum koma vel mannaðar á næsta mót. Við ætlum að gera eins vel og við getum í að finna öflugan þjálfara. Okkar fókus er núna á að klára þessa deild almennilega og spila þessa deild á næsta tímabili. Framhaldið verður að koma í ljós.“ segir Margrét.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira