Heimsmyndin mín Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun