Leiðir til að lokka starfsfólk aftur á vinnustaðinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. september 2021 07:01 Vinnustaðir þurfa að vera skýrir með svör um það hvers vegna fólk ætti að snúa aftur úr fjarvinnu. Því ef það er að afkasta vel í fjarvinnu og rúmlega það, hvers vegna ætti það þá að fara að mæta aftur á vinnustaðinn? Vísir/Getty Sitt sýnist hverjum um ágæti fjarvinnu. Sumir hreinlega elska þessa nýju veröld á meðan aðrir óska þess heitast að allt verði eins og það var fyrir Covid. Þá sérstaklega eru vinnuveitendur margir sagðir uggandi yfir því hversu áhugalaust fólk er um að mæta aftur til vinnu á vinnustaðinn sjálfan! Nýverið bauð til dæmis fyrirtæki í Kísildal einum starfsmanni gull og græna skóga fyrir það eitt að fara að mæta aftur til vinnu í stað þess að vinna í fjarvinnu. Tilboðið hljóðaði upp á hálfa milljón Bandaríkjadala í hlutabréfabónus, hvorki meira né minna. Viðkomandi sagði Nei. Það geta reyndar verið margar ástæður fyrir því að fólk kýs að starfa áfram í fjarvinnu. Hluti er auðvitað smithættan nú þegar Delta er enn á sveimi. Að lágmarki þurfa vinnuveitendur því að fullvissa starfsfólk um að allar bestu sóttvarnarráðstafanir eru gerðar á vinnustaðnum ef ætlunin er að fá fólk til að snúa til baka. Í grein á vefsíðunni Fastcompany eru gefin nokkur ráð sem gætu hvatt fólk til að mæta aftur á vinnustaðinn. Við skulum aðeins rýna í nokkrar leiðir: 1. Svaraðu spurningunni Hvers vegna? Margir í fjarvinnu segjast afkasta meira en áður og spara sér auk þess tíma við ferðir fram og til baka og svo framvegis. Allur sveigjanleiki vinnunnar hefur aukist. Vinnuveitendur sem vilja fá fólk til að snúa til baka á vinnustaðinn þurfa að vera skýrir í svörum um það hvers vegna þeir vilja að fólk komi aftur. Því ef fólk er að skila sínu og jafnvel rúmlega það miðað við áður, hvers vegna ætti fólk að koma aftur? Til viðbótar við skýr svör um af hverju, er mælt með því að vinnuveitendur láti vita að það væri þakklátt fyrir það að sjá fólkið oftar á vinnustaðnum. Þakklæti er jú eitthvað sem almennt virkar alltaf vel og er ómissandi þáttur í góðum samskiptum og nærveru. Að efla liðsheildina er líka mikilvægur þáttur. Fólk þarf að upplifa það markmið að ætlunin sé að auka á allt sem einkennir góða teymisvinnu. Þessi skilaboð mega samt ekki vera orðin tóm og því þurfa vinnuveitendur að láta vita af því fyrirfram, hvernig ætlunin er að vinna að þessu. 2. Sveigjanleikinn á ekki að hverfa Margir vinnustaðir hafa sett sér það markmið að fá fólk að hluta til aftur til vinnu en að fjarvinna verði áfram hluti vinnuvikunnar. Til þess að blandað fyrirkomulag takist þarf starfsfólk að upplifa staðbundna vinnu sem eftirsóknarverðan valkost í samanburði við fjarvinnuna. Hér er til dæmis mælt með því að vinnustaðir auki við fræðslu eða þjálfun af ýmsum toga þannig að fólk sjái fyrir sér að með því að mæta á vinnustaðinn hluta úr vinnunni, þá sé það að læra eitthvað nýtt eða verða betri í einhverju, sem það annars myndi missa af ef það er í fjarvinnu alla daga. Eitt ráð í þessu er að kalla eftir hugmyndum frá starfsfólki um það hvað fólki fyndist spennandi að læra eða þjálfast betur í. 3. Að efla félagshlutann Þótt fjarvinna sé vinsæl er útundanótti, einangrun og einmanaleiki þó einnig staðreynd. Til þess að sporna við þessu er mikilvægt að tryggja að samstarfsfólk hittist líka reglulega. Fyrir marga gæti félagshlutinn verið rétta gulrótin. Vinnustaðir þurfa því að huga að því hvað sé hægt að gera til að auka á félagshlutann í vinnunni og þá þannig að fólk upplifi félagshlutann þegar það mætir á vinnustaðinn. 4. Þolinmæði Síðan er það blessuð þolinmæðin sem þrautina vinnur alla. Við þurfum öll að muna að Covid er ekki yfirstaðið og lífið er ekki orðið eðlilegt að nýju fyrir neinn. Þetta getur þá þýtt að þótt fólk sé ekki endilega mjög hrætt við Covid er það hreinlega ekki tilbúið í augnablikinu til að taka ákvarðanir um að koma aftur á staðinn. Sama hvaða leiðir eða gulrætur eru í boði. En það er svo sem ekkert sem segir að það gæti ekki mögulega breyst síðar. Til dæmis þannig að fólk yrði tilbúnara til að festa sig í blönduðu fyrirkomulagi: Fjarvinna og staðbundin. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Nýverið bauð til dæmis fyrirtæki í Kísildal einum starfsmanni gull og græna skóga fyrir það eitt að fara að mæta aftur til vinnu í stað þess að vinna í fjarvinnu. Tilboðið hljóðaði upp á hálfa milljón Bandaríkjadala í hlutabréfabónus, hvorki meira né minna. Viðkomandi sagði Nei. Það geta reyndar verið margar ástæður fyrir því að fólk kýs að starfa áfram í fjarvinnu. Hluti er auðvitað smithættan nú þegar Delta er enn á sveimi. Að lágmarki þurfa vinnuveitendur því að fullvissa starfsfólk um að allar bestu sóttvarnarráðstafanir eru gerðar á vinnustaðnum ef ætlunin er að fá fólk til að snúa til baka. Í grein á vefsíðunni Fastcompany eru gefin nokkur ráð sem gætu hvatt fólk til að mæta aftur á vinnustaðinn. Við skulum aðeins rýna í nokkrar leiðir: 1. Svaraðu spurningunni Hvers vegna? Margir í fjarvinnu segjast afkasta meira en áður og spara sér auk þess tíma við ferðir fram og til baka og svo framvegis. Allur sveigjanleiki vinnunnar hefur aukist. Vinnuveitendur sem vilja fá fólk til að snúa til baka á vinnustaðinn þurfa að vera skýrir í svörum um það hvers vegna þeir vilja að fólk komi aftur. Því ef fólk er að skila sínu og jafnvel rúmlega það miðað við áður, hvers vegna ætti fólk að koma aftur? Til viðbótar við skýr svör um af hverju, er mælt með því að vinnuveitendur láti vita að það væri þakklátt fyrir það að sjá fólkið oftar á vinnustaðnum. Þakklæti er jú eitthvað sem almennt virkar alltaf vel og er ómissandi þáttur í góðum samskiptum og nærveru. Að efla liðsheildina er líka mikilvægur þáttur. Fólk þarf að upplifa það markmið að ætlunin sé að auka á allt sem einkennir góða teymisvinnu. Þessi skilaboð mega samt ekki vera orðin tóm og því þurfa vinnuveitendur að láta vita af því fyrirfram, hvernig ætlunin er að vinna að þessu. 2. Sveigjanleikinn á ekki að hverfa Margir vinnustaðir hafa sett sér það markmið að fá fólk að hluta til aftur til vinnu en að fjarvinna verði áfram hluti vinnuvikunnar. Til þess að blandað fyrirkomulag takist þarf starfsfólk að upplifa staðbundna vinnu sem eftirsóknarverðan valkost í samanburði við fjarvinnuna. Hér er til dæmis mælt með því að vinnustaðir auki við fræðslu eða þjálfun af ýmsum toga þannig að fólk sjái fyrir sér að með því að mæta á vinnustaðinn hluta úr vinnunni, þá sé það að læra eitthvað nýtt eða verða betri í einhverju, sem það annars myndi missa af ef það er í fjarvinnu alla daga. Eitt ráð í þessu er að kalla eftir hugmyndum frá starfsfólki um það hvað fólki fyndist spennandi að læra eða þjálfast betur í. 3. Að efla félagshlutann Þótt fjarvinna sé vinsæl er útundanótti, einangrun og einmanaleiki þó einnig staðreynd. Til þess að sporna við þessu er mikilvægt að tryggja að samstarfsfólk hittist líka reglulega. Fyrir marga gæti félagshlutinn verið rétta gulrótin. Vinnustaðir þurfa því að huga að því hvað sé hægt að gera til að auka á félagshlutann í vinnunni og þá þannig að fólk upplifi félagshlutann þegar það mætir á vinnustaðinn. 4. Þolinmæði Síðan er það blessuð þolinmæðin sem þrautina vinnur alla. Við þurfum öll að muna að Covid er ekki yfirstaðið og lífið er ekki orðið eðlilegt að nýju fyrir neinn. Þetta getur þá þýtt að þótt fólk sé ekki endilega mjög hrætt við Covid er það hreinlega ekki tilbúið í augnablikinu til að taka ákvarðanir um að koma aftur á staðinn. Sama hvaða leiðir eða gulrætur eru í boði. En það er svo sem ekkert sem segir að það gæti ekki mögulega breyst síðar. Til dæmis þannig að fólk yrði tilbúnara til að festa sig í blönduðu fyrirkomulagi: Fjarvinna og staðbundin.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01 Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01 „Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01 Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Áhyggjufullir stjórnendur: Fjórar mýtur um fjarvinnu Hið svo kallaða „hybrid“ vinnufyrirkomulag er orðið að veruleika og ljóst að til framtíðar verða æ fleiri störf unnin í blönduðu fyrirkomulagi: Í fjarvinnu að hluta en á vinnustaðnum að hluta. 23. ágúst 2021 07:01
Ólík karaktereinkenni að koma betur í ljós eftir Covid Nú þegar rúmt ár er liðið frá því að öllu var skellt í lás og fjarvinna varð fyrir alvöru hluti af raunverulegu lífi hjá mörgum, er áhugavert að velta því fyrir sér hvað hefur gerst í millitíðinni. Eða mega vinnustaðir búast við því að allt fólk snúi til baka til vinnu eftir bólusetningu og þá verði allt eins og áður? 14. maí 2021 07:01
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29. apríl 2021 07:01
Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid „Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum. 4. febrúar 2021 07:00
Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01