Já, hvert ertu að fara Brynjar? Daði Már Kristófersson skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun