Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 28-24 | Valsmenn eru Meistarar meistaranna Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 23:16 Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, lyftir meistarabikarnum. vísir/hulda margrét Valur er Meistarar meistaranna eftir að hafa unnið Hauka í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Um hörkuleik var að ræða enda Íslandsmeistarar og deildarmeistarar að mætast í fyrsta leik tímabilsins. Lokatölur 28-24. Í síðustu viðureign liðanna sem fór fram á Ásvöllum 17. júní urðu Valsmenn Íslandsmeistarar og hefði margur haldið að Haukar væru mættir til að hefna fyrir það. Leikurinn fór vel af stað og var jafnræði með liðunum fyrst um sinn. Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum voru Valsmenn farnir að gefa í og komu sér tveimur mörkum yfir 9-7. Atli Már Bárusyni var heitt í hamsi.vísir/hulda margrét Við tók kafli þar sem andleysi var allsráðandi í Haukaliðinu og virtust sem engin samskipti væru á milli liðsfélaga. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 13-10 og reyndi að tala sína menn til. Það gekk ekki betur en það að staðan í hálfleik var 15-12. Valsmenn mættu öflugri í seinni hálfleikinn. Þá lifnaði heldur betur yfir varnarleik Valsmanna og Björgvin Páll varði hvern boltann á fætur öðrum. Þegar um stundarfjórðungur var eftir var staðan 23-18. Valsmenn sýndi mátt sinn það sem eftir lifði leiks og unni leikinn sannfærandi 28-24 og eru því Meistarar meistaranna. Magnús Óli Magnússon brýst í gegnum Haukavörnina.vísir/hulda margrét Afhverju vann Valur? Þeir mættu bara betri í þennan leik. Þeir eru búnir að missa 4 úr liðinu vegna Covid og eru á leiðinni í Evrópukeppnina og þurftu að prufukeyra liðið sem gekk vel. Þeir voru að spila góðan bolta, vel skipulagðar sóknir og svo var varnarleikurinn og markvarslan góð. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var það Tumi Steinn Rúnarsson sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Þorgils Jón Svölu Baldursson var með 5 mörk. Björgvin Páll Gústavsson var frábær í markinu með 17 bolta varða, 42% markvörslu. Í Haukaliðinu var það Þráinn Orri Jónsson með 5 mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Geir Guðmundsson og Darri Aronsson voru allir með 4 hvor. Hvað gekk illa? Það var andleysi yfir Haukaliðinu og hefur verið í síðustu æfingaleikjum hjá þeim. Sóknarleikurinn er klaufskur og eins og það vanti upp á samskiptin og svo lak allt í gegnum vörnina hjá þeim. Hvað gerist næst? Valsmenn halda út til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn. Næsti leikur Hauka er Hafnarfjarðarslagur á móti FH í Coca-cola bikarnum. Leikurinn fer fram i Kaplakrika fimmtudaginn 9. september kl 20:30. Snorri Steinn: Eitt og annað sem þarf að laga sem er eðlilegt Snorri Steinn Guðjónsson hinn kátasti.vísir/hulda margrét „Mér líður vel. Ég er ánægður með strákana. Eins og ég sagði fyrir leik þá var undirbúningurinn ekki eins og best er á kosið. Ég vissi ekki við hverju átti að búast en ég er ánægður með þá. Menn lögðu sig fram, auðvitað er eitt og annað sem þarf að laga sem er eðlilegt þegar mótið er að byrja,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. Næsti leikur er í Evrópukeppninni á móti Porec og vantar nokkra menn inn í liðið sem eru frá vegna Covid. „Ég myndi vilja fá nokkra menn til baka, einhverja get ég ekki fengið. Einar fékk hnjast á hnéð og er spurningamerki. Ég veit ekki nægilega mikið um þetta lið, ég er með leiki frá því í fyrra og erfitt er að fá nýtt efni. Ég veit ekki hvað ég þarf að laga en við þurfum leikinn úti til þess slá þá út.“ Eins og fyrr segir vantar fjóra lykilleikmenn í Valsliðið vegna Covid og spurning hvaða áhrif það mun hafa á Evrópuleikina. „Það hefur töluverð áhrif á breiddina og þetta verða þrír leikir á stuttum tíma. Ég ákvað að taka þann pól í hæðina að velta því ekki of mikið fyrir mér. Það er leikur á föstudaginn og svo sjáum við hvernig staðan verður á liðinu á laugardaginn,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Aron: Erum þungir á okkur núna Darri Aronsson gerir atlögu að vörn Vals.vísir/hulda margrét „Ég óska Valsmönnum til hamingju með sigurinn. Þetta var góður leikur með mikilli ákefð og góður lokahnykkur á okkar undirbúning fyrir tímabilið. Vorum svolítið þungir eftir erfiðar æfingar og áttum í vandræðum með meiðsli þegar fór að líða á leikinn. En það var gott að fá svona ákefð og þetta var góður undirbúningur fyrir tímabilið,“ sagði Aron í leikslok. Aron talaði um að þetta væri æfingaleikur fyrir leikinn og var spilamennska Hauka eftir því. „Mér fannst þeir leggja sig alla fram. Við erum á öðrum stað en Valsararnir, þeir eru á leiðinni á Evrópukeppni. Þeir áttu að spila Evrópuleik síðustu helgi en lenda í sóttkvíar vandamálum. Þeir tímasetja sig öðruvísi en við. Við erum að gera okkur klára fyrir bikarleik 9. september og gerum ekki ráð fyrir að spila í dag, mjög stuttur fyrirvari. Við vorum ekkert sérstaklega glaðir með það og það var pressa með álagsmeiðsli. Nú er þetta búið, þetta var hörkuleikur og núna verðum við að horfa fram á veginn.“ Það verður Hafnarfjarðarslagur í Coca-cola bikarnum fimmutdaginn 9. september og vildi Aron ekki gera neina sérstaka breytingu á spilamennsku sinna manna. Ég er ánægður með að strákarnir lögðu sig alla í þetta. Við erum þungir á okkur núna og nú þurfum við að safna vopnum,“ sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Haukar Valur Olís-deild karla
Valur er Meistarar meistaranna eftir að hafa unnið Hauka í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Um hörkuleik var að ræða enda Íslandsmeistarar og deildarmeistarar að mætast í fyrsta leik tímabilsins. Lokatölur 28-24. Í síðustu viðureign liðanna sem fór fram á Ásvöllum 17. júní urðu Valsmenn Íslandsmeistarar og hefði margur haldið að Haukar væru mættir til að hefna fyrir það. Leikurinn fór vel af stað og var jafnræði með liðunum fyrst um sinn. Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum voru Valsmenn farnir að gefa í og komu sér tveimur mörkum yfir 9-7. Atli Már Bárusyni var heitt í hamsi.vísir/hulda margrét Við tók kafli þar sem andleysi var allsráðandi í Haukaliðinu og virtust sem engin samskipti væru á milli liðsfélaga. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé í stöðunni 13-10 og reyndi að tala sína menn til. Það gekk ekki betur en það að staðan í hálfleik var 15-12. Valsmenn mættu öflugri í seinni hálfleikinn. Þá lifnaði heldur betur yfir varnarleik Valsmanna og Björgvin Páll varði hvern boltann á fætur öðrum. Þegar um stundarfjórðungur var eftir var staðan 23-18. Valsmenn sýndi mátt sinn það sem eftir lifði leiks og unni leikinn sannfærandi 28-24 og eru því Meistarar meistaranna. Magnús Óli Magnússon brýst í gegnum Haukavörnina.vísir/hulda margrét Afhverju vann Valur? Þeir mættu bara betri í þennan leik. Þeir eru búnir að missa 4 úr liðinu vegna Covid og eru á leiðinni í Evrópukeppnina og þurftu að prufukeyra liðið sem gekk vel. Þeir voru að spila góðan bolta, vel skipulagðar sóknir og svo var varnarleikurinn og markvarslan góð. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum var það Tumi Steinn Rúnarsson sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Þorgils Jón Svölu Baldursson var með 5 mörk. Björgvin Páll Gústavsson var frábær í markinu með 17 bolta varða, 42% markvörslu. Í Haukaliðinu var það Þráinn Orri Jónsson með 5 mörk. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Geir Guðmundsson og Darri Aronsson voru allir með 4 hvor. Hvað gekk illa? Það var andleysi yfir Haukaliðinu og hefur verið í síðustu æfingaleikjum hjá þeim. Sóknarleikurinn er klaufskur og eins og það vanti upp á samskiptin og svo lak allt í gegnum vörnina hjá þeim. Hvað gerist næst? Valsmenn halda út til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn. Næsti leikur Hauka er Hafnarfjarðarslagur á móti FH í Coca-cola bikarnum. Leikurinn fer fram i Kaplakrika fimmtudaginn 9. september kl 20:30. Snorri Steinn: Eitt og annað sem þarf að laga sem er eðlilegt Snorri Steinn Guðjónsson hinn kátasti.vísir/hulda margrét „Mér líður vel. Ég er ánægður með strákana. Eins og ég sagði fyrir leik þá var undirbúningurinn ekki eins og best er á kosið. Ég vissi ekki við hverju átti að búast en ég er ánægður með þá. Menn lögðu sig fram, auðvitað er eitt og annað sem þarf að laga sem er eðlilegt þegar mótið er að byrja,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. Næsti leikur er í Evrópukeppninni á móti Porec og vantar nokkra menn inn í liðið sem eru frá vegna Covid. „Ég myndi vilja fá nokkra menn til baka, einhverja get ég ekki fengið. Einar fékk hnjast á hnéð og er spurningamerki. Ég veit ekki nægilega mikið um þetta lið, ég er með leiki frá því í fyrra og erfitt er að fá nýtt efni. Ég veit ekki hvað ég þarf að laga en við þurfum leikinn úti til þess slá þá út.“ Eins og fyrr segir vantar fjóra lykilleikmenn í Valsliðið vegna Covid og spurning hvaða áhrif það mun hafa á Evrópuleikina. „Það hefur töluverð áhrif á breiddina og þetta verða þrír leikir á stuttum tíma. Ég ákvað að taka þann pól í hæðina að velta því ekki of mikið fyrir mér. Það er leikur á föstudaginn og svo sjáum við hvernig staðan verður á liðinu á laugardaginn,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Aron: Erum þungir á okkur núna Darri Aronsson gerir atlögu að vörn Vals.vísir/hulda margrét „Ég óska Valsmönnum til hamingju með sigurinn. Þetta var góður leikur með mikilli ákefð og góður lokahnykkur á okkar undirbúning fyrir tímabilið. Vorum svolítið þungir eftir erfiðar æfingar og áttum í vandræðum með meiðsli þegar fór að líða á leikinn. En það var gott að fá svona ákefð og þetta var góður undirbúningur fyrir tímabilið,“ sagði Aron í leikslok. Aron talaði um að þetta væri æfingaleikur fyrir leikinn og var spilamennska Hauka eftir því. „Mér fannst þeir leggja sig alla fram. Við erum á öðrum stað en Valsararnir, þeir eru á leiðinni á Evrópukeppni. Þeir áttu að spila Evrópuleik síðustu helgi en lenda í sóttkvíar vandamálum. Þeir tímasetja sig öðruvísi en við. Við erum að gera okkur klára fyrir bikarleik 9. september og gerum ekki ráð fyrir að spila í dag, mjög stuttur fyrirvari. Við vorum ekkert sérstaklega glaðir með það og það var pressa með álagsmeiðsli. Nú er þetta búið, þetta var hörkuleikur og núna verðum við að horfa fram á veginn.“ Það verður Hafnarfjarðarslagur í Coca-cola bikarnum fimmutdaginn 9. september og vildi Aron ekki gera neina sérstaka breytingu á spilamennsku sinna manna. Ég er ánægður með að strákarnir lögðu sig alla í þetta. Við erum þungir á okkur núna og nú þurfum við að safna vopnum,“ sagði Aron að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti