„Við vitum að það er margt annað sem þarf að gera nú þegar brottflutningurinn er að klárast,“ sagði Marco Mendicio, innflytjendaráðherra Kanada í dag. „Við gerum allt sem við getum til að hjálpa eins mörgum Afgönum og við mögulega getum að koma sér fyrir á nýjum heimilum hér í Kanada.“
Kanada hjálpaði um 3.700 Afgönum, sem hafa starfað með herliði Kanada, að flýja frá Kabúl. Síðustu hermenn Kanada yfirgáfu Afganistan fyrir sjö árum síðan. Reuters greinir frá.
Flóttamennirnir fimm þúsund, sem voru fluttir frá Kabúl af Bandaríkjunum, eru hluti af þeim tuttugu þúsund afgönsku flóttamönnum sem kanadísk yfirvöld hyggjast taka á móti. Þar á meðal eru kvenleiðtogar, starfsmenn mannréttindasamtaka og blaðamenn.
Vonir standi um að Kanada geti hjálpað enn fleiri Afgönum að koma sér fyrir í Kanada svo lengi sem Talibanar leyfi þeim að yfirgefa landið.