Frosti nýr framkvæmdastjóri Olís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:33 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf föstudaginn 3. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Í tilkynningunni kemur fram að Frosti búi að víðtækri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi, hérlendis og erlendis, og hafi á síðustu árum meðal annars starfað sem forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann lét af störfum hjá ORF líftækni í febrúar 2020 og þá kom fram að hann ætlaði að einbeita sér að fjölskyldu sinni og eigin verkefnum. Áður starfaði Frosti sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann vann að stefnumótun, rekstrargreiningum og umbreytingarverkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum ýmissa íslenskra fyrirtækja. Frosti hefur lokið MBA námi frá London Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. „Frosti býr að víðtækri og farsælli reynslu af fyrirtækjarekstri, stefnumótun og umbreytingarverkefnum, bæði hér heima fyrir og erlendis. Hann þekkir einnig vel til starfsemi Olís og Haga eftir þátttöku í stefnumótunarvinnu á vegum félaganna síðustu misserin. Það er því sérlega ánægjulegt að fá Frosta til liðs við öflugt teymi hjá Olís, til að takast á við fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem bíða félagsins. Það eru spennandi tímar framundan á eldsneytis- og þægindamarkaði, m.a. vegna orkuskipta og breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina. Við bjóðum Frosta velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf. Frosti segist hlakka til að hefja störf og vera þakklátur fyrir traust sem honum er sýnt. „Olís er öflugt og rótgróið félag sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á íslenskum eldsneytismarkaði í tæpa öld. Það er spennandi tækifæri að fá að leiða þetta sögufræga félag í gegnum þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á eldsneytis- og þægindamarkaði. Ég hef fengið að kynnast Olís og Haga samstæðunni í gegnum ráðgjafastörf mín á undanförnum misserum og það er ljóst að starfsemin byggir á sterkum grunni og tækifærin framundan eru fjölþætt.“ Vistaskipti Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að Frosti búi að víðtækri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi, hérlendis og erlendis, og hafi á síðustu árum meðal annars starfað sem forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann lét af störfum hjá ORF líftækni í febrúar 2020 og þá kom fram að hann ætlaði að einbeita sér að fjölskyldu sinni og eigin verkefnum. Áður starfaði Frosti sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann vann að stefnumótun, rekstrargreiningum og umbreytingarverkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum ýmissa íslenskra fyrirtækja. Frosti hefur lokið MBA námi frá London Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. „Frosti býr að víðtækri og farsælli reynslu af fyrirtækjarekstri, stefnumótun og umbreytingarverkefnum, bæði hér heima fyrir og erlendis. Hann þekkir einnig vel til starfsemi Olís og Haga eftir þátttöku í stefnumótunarvinnu á vegum félaganna síðustu misserin. Það er því sérlega ánægjulegt að fá Frosta til liðs við öflugt teymi hjá Olís, til að takast á við fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem bíða félagsins. Það eru spennandi tímar framundan á eldsneytis- og þægindamarkaði, m.a. vegna orkuskipta og breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina. Við bjóðum Frosta velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf. Frosti segist hlakka til að hefja störf og vera þakklátur fyrir traust sem honum er sýnt. „Olís er öflugt og rótgróið félag sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á íslenskum eldsneytismarkaði í tæpa öld. Það er spennandi tækifæri að fá að leiða þetta sögufræga félag í gegnum þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á eldsneytis- og þægindamarkaði. Ég hef fengið að kynnast Olís og Haga samstæðunni í gegnum ráðgjafastörf mín á undanförnum misserum og það er ljóst að starfsemin byggir á sterkum grunni og tækifærin framundan eru fjölþætt.“
Vistaskipti Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira