Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2021 22:44 Hin tveggja sæta eFlyer 2 flaug sitt fyrsta flug í apríl 2018. Bye Aerospace vonast til að flugvélin verði komin með flughæfisskírteini síðla árs 2022 eða snemma árs 2023. Bye Aerospace Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. „Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri flugskólans, í fréttatilkynningu. Þetta verði í fyrsta sinn sem nemendum bjóðist kennsla á flugvélum sem gangi eingöngu fyrir rafmagni. Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. Skólinn er staðsettur í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.Flugskóli Reykjavíkur Flugvélarnar eru framleiddar af Bye Aerospace í Bandaríkjunum. Tvær vélanna eru tveggja sæta af gerðinni eFlyer 2 og ein fjögurra sæta af gerðinni eFlyer 4. Að auki segir flugskólinn að viðræður standi yfir um kauprétt á tveimur flugvélum til viðbótar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls í framleiðslu þeirra. Flugskóli Reykjavíkur segir Bye Aerospace hafa með hönnun sinni tekið forystu á þessum markaði með því að bjóða þriggja klukkustunda flugþol. Það sé langt umfram helstu keppinauta. Árangur Bye Aerospace hafi hlotið mikla athygli og hundruð pantana borist í vélar þeirra. Fjögurra sæta vélin eFlyer 4. Hún er enn á þróunarstigi. Framleiðandinn stefnir að því að hún fái flughæfisskírteini síðla árs 2023 eða snemma árs 2024. Farflugshraði hennar verður um 300 kílómetrar á klukkustund.Bye Aerospace Mikið hagræði felist í notkun rafmagnsflugvéla þar sem rafmótorar geti skilað hlutfallslega miklu afli. Hreyfill eFlyer 2 muni til dæmis skila 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki, segir í frétt flugskólans. Það hafi í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði, sem áætlað er að verði aðeins um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla með hefðbundnum eldsneytishreyfli. Umhverfisáhrifin séu augljóslega afar jákvæð. Kolefnisfótspor við notkun nýju kennsluvélanna verði ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt, segir ennfremur. Farflugshraði tveggja sæta vélarinnar er um 250 kílómetrar á klukkustund. Hreyfillinn er frá Siemens.Bye Aerospace Fram kemur að vélarnar verði búnar fallhlífum. Það sé nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og auki öryggi nemenda til muna. Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem fimm kennsluvélar hans eru staðsettar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri flugskólans, í fréttatilkynningu. Þetta verði í fyrsta sinn sem nemendum bjóðist kennsla á flugvélum sem gangi eingöngu fyrir rafmagni. Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. Skólinn er staðsettur í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.Flugskóli Reykjavíkur Flugvélarnar eru framleiddar af Bye Aerospace í Bandaríkjunum. Tvær vélanna eru tveggja sæta af gerðinni eFlyer 2 og ein fjögurra sæta af gerðinni eFlyer 4. Að auki segir flugskólinn að viðræður standi yfir um kauprétt á tveimur flugvélum til viðbótar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls í framleiðslu þeirra. Flugskóli Reykjavíkur segir Bye Aerospace hafa með hönnun sinni tekið forystu á þessum markaði með því að bjóða þriggja klukkustunda flugþol. Það sé langt umfram helstu keppinauta. Árangur Bye Aerospace hafi hlotið mikla athygli og hundruð pantana borist í vélar þeirra. Fjögurra sæta vélin eFlyer 4. Hún er enn á þróunarstigi. Framleiðandinn stefnir að því að hún fái flughæfisskírteini síðla árs 2023 eða snemma árs 2024. Farflugshraði hennar verður um 300 kílómetrar á klukkustund.Bye Aerospace Mikið hagræði felist í notkun rafmagnsflugvéla þar sem rafmótorar geti skilað hlutfallslega miklu afli. Hreyfill eFlyer 2 muni til dæmis skila 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki, segir í frétt flugskólans. Það hafi í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði, sem áætlað er að verði aðeins um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla með hefðbundnum eldsneytishreyfli. Umhverfisáhrifin séu augljóslega afar jákvæð. Kolefnisfótspor við notkun nýju kennsluvélanna verði ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt, segir ennfremur. Farflugshraði tveggja sæta vélarinnar er um 250 kílómetrar á klukkustund. Hreyfillinn er frá Siemens.Bye Aerospace Fram kemur að vélarnar verði búnar fallhlífum. Það sé nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og auki öryggi nemenda til muna. Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem fimm kennsluvélar hans eru staðsettar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44
Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14
Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24