Ísak Bergmann spenntur fyrir komunni til Kaupmannahafnar: „Forza FCK“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:02 Ísak Bergmann á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar danska stórliðið FC Kaupmannahöfn tilkynnti að Ísak Bergmann Jóhannesson hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira
Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjá meira