Mælum það sem skiptir máli Halldóra Mogensen skrifar 1. september 2021 10:30 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Efnahagsmál Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun