Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 12:00 Ísak Bergmann í leik gegn Mexíkó. Ronald Martinez/Getty Images Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut. Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Vistaskipti Ísaks Bergmanns komu verulega á óvart enda alls ekki búist við því að leikmaðurinn yrði seldur í þessum glugga og hvað þá innan Norðurlandanna. Samkvæmt Sakarias Mårdh, formanni Norrköping, var tilboð FC Kaupmannahöfn einfaldlega of gott til að hægt væri að neita því. Aðeins var rúmlega hálftími til lokunar félagaskiptagluggans þegar Norrköping gaf út tilkynningu þess efnis að hinn bráðefnilegi Ísak Bergmann hefði verið seldur. Samkvæmt danska miðlinum BT Sport var kaupverðið rúmar 30 milljónir sænskra króna eða 440 milljónir íslenskra króna. Mårdh staðfesti hins vegar að verðið væri mun hærra, um 50 milljónir sænskar samkvæmt heimildum Sportbladet eða 730 milljónir íslenskar. FC Kaupmannahöfn var langt því frá eina liðið sem var að íhuga að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum en á endanum var það eina liðið sem var tilbúið að borga uppsett verð. Samkvæmt heimildum 433.is fær ÍA, uppeldisfélag Ísaks Bergmanns, um 20 prósent af heildarupphæðinni sem leikmaðurinn var seldur fyrir. Miðað við það eru Skagamenn í þann mund að fá rúmar 150 milljónir íslenskra króna lagðar inn bankabók félagsins. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, sagði við Vísi að rétt væri að ÍA hefði samið um að fá hluta af kaupverðinu vegna sölu á Ísaki frá Norrköping. Um væri vissulega að ræða umtalsverða búbót fyrir félagið en hann vildi þó ekki segja hve mikla. Mårdh sagði einnig að hann hefði rætt við Ísak um að þetta væri góð lending. Hann færi í stærra lið en fengi að spila nóg til að þróa leik sinn áfram. „Þetta er rökrétt skref fyrir jafn metnaðarfullan leikmann og Ísak Bergmann,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Danski boltinn ÍA Íslenski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira