Öruggt húsnæði fyrir alla Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. september 2021 12:00 Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum. Á þessu kjörtímabili hefur átt sér stað mikil uppbygging meðal óhagnaðardrifinna leigufélaga sem að býður fólki húsnæði á viðráðanlegu verði. Þannig á húsnæðiskostnaður að jafnaði ekki að vera umfram fjórðung tekna leigjanda og stendur til boða víða um land. Einnig komum við á hlutdeildarlánum sem nýtast ungu og tekjulægra fólki við fyrstu kaup hvar sem er á landinu þar sem ríkið á hlut í eigninni til að byrja með sem að hægt er að innleysa síðar. Í dag er algengt að ungt fólk treysti á að fá stuðning við útborgun í fyrsta húsnæði frá foreldrum sínum eða nánustu ættingjum. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram af krafti á komandi kjörtímabili. Að eiga öruggt þak yfir höfuðið eru hin sjálfsögðustu mannréttindi. Það skiptir einnig miklu máli að þessi uppbygging eigi sér stað um land allt svo allir landsmenn eigi sannanlega aðgang að mannsæmandi og öruggu húsnæði á sanngjörnu verði og þar munum við halda áfram að gera enn betur. Veruleikinn er sá að á mörgum landsvæðum duga markaðslögmálin skammt og hefur uppbygging í húsnæðis verið í lágmarki og staðið í stað í ár og áratugi, með tilheyrandi stöðnun í atvinnuuppbyggingu og íbúaþróun. Lágt endursöluverð og lágt veðhæfi spila þar stórt hlutverk. Afleiðingin er mikill sogkraftur á höfuðborgarsvæðið og aðra þéttbýlisstaði á landinu í gegnum árin. Þess vegna munu hlutdeildarlán og almennar leiguíbúðir skipta miklu fyrir jákvæða íbúaþróun og öflugra atvinnulíf um land allt. Það hvort fólk leigi sitt húsnæði eða eigi á að vera val þess sjálft. Hlutverk stjórnmálanna er að bjóða fólki upp á ólíka valkosti sem hentar því best hverju sinni. Sá valkostur á að vera til staðar hvort sem um er að ræða á Þingeyri, Skagaströnd eða í Kópavogi. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun