Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 14:41 Í sumar hefur Menningarhúsið Hof á Akureyri verið vinsæll áfangastaður krakka og unglinga sem freista þess að kæla sig niður í hitanum með því að stökkva í sjóinn. Vísir/Tryggvi Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti. Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti.
Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43