Kári lét sér fátt um finnast um útspil Tólfunnar Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2021 13:36 Kári Árnason reynir að koma höfðinu í boltann í sigrinum gegn Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fyrrahaust. vísir/hulda margrét Kári Árnason, aldursforseti fótboltalandsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði að einbeita sér að fullum krafti að landsleiknum við Rúmeníu á morgun, þó að allir verði varir við umræðuna um liðið síðustu daga. Hann hafði lítið að segja um útspil Tólfunnar sem ætlar að þegja fyrstu ellefu mínútur leiksins. Tólfan sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hún fordæmdi allt ofbeldi og lýsti yfir stuðningi með þolendum þess. Þessi stuðningsmannahópur sem fylgt hefur íslenska landsliðinu um langt árabil ætlar að sitja í stúkunni á Laugardalsvelli og þaga fram að tólftu mínútu, og halda á lofti stuðningsyfirlýsingu við þolendur. „Það er bara flott hjá þeim, ef þeir eru ánægðir með það,“ var það eina sem Kári hafði að segja um útspil Tólfunnar, á blaðamannafundi í dag. Klippa: Kári um undirbúning og útspil Tólfunnar Kári er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem setið hefur fyrir svörum blaðamanna eftir „fárviðrið“ í íslenskum fótbolta síðustu daga. Liðsfélagi hans til margra ára, Kolbeinn Sigþórsson, var tekinn út úr hópnum á sunnudag vegna ásakana um kynferðisofbeldi og þolandi Kolbeins segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi í sögum sem henni hafi borist. Aðspurður hvernig leikmenn tækju fréttum og umræðu síðustu daga, og hvernig stemningin væri í hópnum þegar landsliðið ætti fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM, svaraði Kári: „Það verða allir varir við það sem er í gangi. Það gerir þetta ekkert auðveldara fyrir okkur að undirbúa okkur fyrir leik. Engu að síður er það verk sem við þurfum að vinna og hafa fulla einbeitingu á. Mér finnst okkur hafa tekist vel til við það.“ HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn. 1. september 2021 13:00 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hefst klukkan 12:45. 1. september 2021 12:33 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Tólfan sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hún fordæmdi allt ofbeldi og lýsti yfir stuðningi með þolendum þess. Þessi stuðningsmannahópur sem fylgt hefur íslenska landsliðinu um langt árabil ætlar að sitja í stúkunni á Laugardalsvelli og þaga fram að tólftu mínútu, og halda á lofti stuðningsyfirlýsingu við þolendur. „Það er bara flott hjá þeim, ef þeir eru ánægðir með það,“ var það eina sem Kári hafði að segja um útspil Tólfunnar, á blaðamannafundi í dag. Klippa: Kári um undirbúning og útspil Tólfunnar Kári er eini leikmaður íslenska landsliðsins sem setið hefur fyrir svörum blaðamanna eftir „fárviðrið“ í íslenskum fótbolta síðustu daga. Liðsfélagi hans til margra ára, Kolbeinn Sigþórsson, var tekinn út úr hópnum á sunnudag vegna ásakana um kynferðisofbeldi og þolandi Kolbeins segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi í sögum sem henni hafi borist. Aðspurður hvernig leikmenn tækju fréttum og umræðu síðustu daga, og hvernig stemningin væri í hópnum þegar landsliðið ætti fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM, svaraði Kári: „Það verða allir varir við það sem er í gangi. Það gerir þetta ekkert auðveldara fyrir okkur að undirbúa okkur fyrir leik. Engu að síður er það verk sem við þurfum að vinna og hafa fulla einbeitingu á. Mér finnst okkur hafa tekist vel til við það.“
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16 Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn. 1. september 2021 13:00 Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hefst klukkan 12:45. 1. september 2021 12:33 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum. 1. september 2021 13:16
Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn. 1. september 2021 13:00
Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ. Fundurinn hefst klukkan 12:45. 1. september 2021 12:33