Enski boltinn

Við það að fá tauga­á­fall í fangelsinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benjamin Mendy var í byrjunarliði Manchester City gegn Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Benjamin Mendy var í byrjunarliði Manchester City gegn Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. James Williamson/Getty Images

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er við það að fá taugaáfall í HMP Altcourse-fangelsinu. Þar bíður hann dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. 

Mendy var nýverið ákærður fyrir fjórar nauðganir og eitt kynferðisbrot. Man City ákvað í kjölfarið að senda hann í leyfi meðan beðið yrði eftir úrskurði dómara í málinu. 

Það kom þó fram að Mendy hafi spilað með liðinu eftir að hafa verið handtekinn þar sem hann hafði verið ásakaður um nauðgun.

Samkvæmt frétt The Mirror virtist Mendy halda að hann gæti farið heim eftir að hafa verið færður fyrir dómara þar sem ákærurnar voru lesnar upp nú á dögunum. Þess í stað var farið með hann í HMP Altcourse-fangelsið í Liverpool þar sem hann bíður nú dóms.

Samkvæmt götublaðinu The Sun taldi Mendy að hann yrði sendur í VIP-álmu fangelsisins en brá heldur betur í brún þegar hann komst að því að fangelsið hefði enga slíka álmu. 

Honum hafði misheyrst en íhugað var að senda hinn 27 ára gamla Frakka í VP-álmuna en þar dúsa viðkvæmir eða varnarlausir fangar (e. vulnerable prisoners). Mendy er því sem stendur meðal almennra fanga í fangelsinu og er á barmi taugaáfalls.

Mendy leikur í stöðu vinstri bakvarðar og var keyptur til Manchester City á 52 milljónir punda sumarið 2017. Félagið segist ekki getað tjáð sig um málið þar sem um lögreglumál sé að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×