Þórhildur Sunna telur Katrínu skreytta stolnum fjöðrum í baráttu gegn kynferðisbrotum Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2021 16:35 Þórhildi Sunnu þykir það skjóta skökku við, í ljósi verka Katrínar, að henni sé hampað sem hetju í baráttu gegn kynferðisofbeldi. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, bera sína ábyrgð þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“ KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta segir hún í harðorðum pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu. Hún rekur að fyrir fjórum árum hafi verið viðhöfð þöggun um þátt föður Bjarna Benediktssonar nú fjármálaráðherra þá forsætisráðherra í að barnaníðingur hlaut uppreist æru. „Meðvirknin gagnvart orðspori Bjarna var þess valdandi að upplýsingum var haldið frá þolendum níðinganna sem þó áttu rétt á þeim samkvæmt lögum. Þolendur voru sakaðir um að vilja bara „berja á mönnum“ og þeim var sagt að það væru til verri brot gegn börnum en þau sem þær urðu fyrir.“ Þórhildur Sunna rekur það að #MeToo, #Höfumhátt og uppreist æra hafi verið á allra vörum en Bjarni hafi síðar varið milljónum úr ríkissjóði til þess að borga alþjóðlegum spindoktorum olíufyrirtækjanna (Burson Marsteller) til þess að gera lítið úr baráttu kvennanna fyrir réttlæti í heimspressunni, eins og Þórhildur orðar það. „Spáið í þessu! Hann notaði skattpeningana okkar til þess að fara í rándýra auglýsingaherferð gegn réttlætisbaráttu þolenda!“ Að þessu sögðu beinir Þórhildur Sunna spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur og ábyrgð hennar sem að mati þingmannsins er ærin: „Nokkrum mánuðum síðar var Katrín Jakobsdóttir, konan sem nú er hrósað fyrir að hafa verið sú eina sem minntist á jafnréttismálin í kappræðum rúv í gær, komin í ríkisstjórn með manninum sem bar ábyrgð á þögguninni um uppreist æru barnaníðinga.“ Þetta þykir Þórhildi Sunnu skjóta skökku við því það skipti máli hver stjórnar. „Það skiptir máli að hún leiddi konuna sem leyndi upplýsingum frá þolendum til þess að vernda æru flokksbróður síns aftur til valda í dómsmálaráðuneytið. Það skiptir máli að hún færði Bjarna, manninum sem tók fullan þàtt í þögguninni, fjàrmálaráðuneytið,“ segir Þórhildur Sunna og klikkir út með: „Aðgerðir segja meira en þúsund orð.“
KSÍ Alþingi Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Uppreist æru Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26