Kári: Þetta er svolítið öfgafullt Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2021 19:45 Kári Árnason segir mál KSÍ og brota landsliðsmanna vera landsliðshópnum erfitt. VÍSIR/DANÍEL Kári Árnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Víkings frá Reykjavík, segir strembið að koma inn í landsliðsverkefni við þær kringumstæður sem uppi eru. Bæði formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í vikunni vegna brota manna í landsliðinu. „Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
„Þetta er svolítið eldfimt mál, og, hvað getur maður sagt, og ég get eiginlega ekki snert á þessu umræðuefni án þess að henda einhverjum undir lestina, hver sem það nú er, og ég held að það sé best að ég geri það ekki.“ sagði Kári á blaðamannafundi fyrir komandi landsleiki Íslands sem fram fór í dag. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudag á Laugardalsvelli og á svo leiki við bæði Norður-Makedóníu og Þýskaland hér heima. Mikilvægi leikjanna sem fram undan er hefur bliknað vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem KSÍ hefur sætt vegna ofbeldismála landsliðsmanna síðustu daga. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, fór í leyfi í dag vegna málsins en áður hafði Guðni Bergsson, formaður, sagt upp sem og öll stjórn sambandsins. Erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í þessu ástandi Kári segir þetta óhjákvæmilega erfitt verkefni sem fram undan er. Hann finnur til með ungum leikmönnum sem eru að stíga inn í hópinn að þurfa að gera það undir þessum kringumstæðum. „Þetta er svolítið öðruvísi verkefni og fókusinn hefur ekki beint verið á fótboltann svona út á við, en okkar einbeiting er á honum. Við ætlum okkur að reyna að gera einhverja hluti og reyna að stimpla þessa ungu stráka í þetta þannig að þeir geti loksins farið að taka við þessu kefli.“ segir Kári sem segir jafnframt undir leikmönnunum komið að sýna góða frammistöðu á vellinum til að kastljósið færist aftur til frammistöðu á vellinum. „Ég öfunda þá ekki að vera að koma inn í þessa umræðu. Þetta er það eldfimt að það er erfitt að einbeita sér að einhverju öðru en við reynum að halda þeim við efnið. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta staðan að vera að koma inn í landsliðið þegar ekkert er verið að tala um unga og spennandi stráka heldur eitthvað allt annað. Þeir verða þá bara að sýna það á vellinum og þá verður vonandi byrjað að tala um þá.“ segir Kári. Ætlar ekki að teikna sig upp sem fórnarlamb Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru á meðal leikmanna sem eru fjarverandi í komandi verkefni vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Gylfi Þór er í farbanni á Englandi og hefur ekki æft með félagsliði sínu Everton vegna máls sem viðkemur stúlku undir lögaldri. Þá ákvað stjórn KSÍ á sunnudag að draga skildi Kolbein úr hópnum vegna máls frá 2017 sem hóf umræðuna alla á föstudaginn var. Aðspurður hvort það sé ekki einnig erfitt fyrir reynslumeiri leikmenn liðsins, sérstaklega þar sem litið er til þess að liðsfélagar þeirra til margra ára sitji undir slíkum ásökunum, segir Kári: „Auðvitað er þetta erfitt. En við ætlum ekkert að teikna það upp að við sem sitjum á hliðarlínunni séum einhver fórnarlömb, þetta er bara leiðinlegt mál og svolítið öfgafullt. En það er eins og það er og maður verður bara að líta fram á veginn og spyrja að leikslokum.“ segir Kári. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum að neðan. Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Liðið mætir Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi næsta miðvikudag. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Klippa: Kári Árnason úr Sportpakkanum
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira