Íslandsmetið í að skíta upp á bak! Björn Steinbekk skrifar 2. september 2021 10:31 Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar