Iceland Airwaves frestað til ársins 2022 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 10:00 Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022. Vísir Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira