Vestfirsk atkvæðagreiðsla um fiskeldi 2. september 2021 11:31 Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Fiskeldi Píratar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir. Þó svo að sumir Píratar hafi efasemdir um gildi sjókvíaeldis er hins vegar alveg á hreinu og hefur ítrekað komið fram að hreyfing Pírata vill virða vilja íbúa þeirra svæða þar sem fiskeldi er stundað. Píratar aðhyllast nefnilega valddreifingu, aukinn sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og beint lýðræði. Íbúar nærsamfélags eiga alltaf að hafa úrslitaorðið varðandi ákvarðanir sem hafa bein áhrif á líf þeirra. Íbúar á þeim svæðum, þar sem laxeldi hefur rutt sér til rúms, líta flestir jákvæðum augum á laxeldið og virðast hlynntir frekari uppbyggingu. Pírötum, sem og öðrum stjórnmálamönnum, ber að virða þennan vilja íbúa á umræddum svæðum. Rétt væri að halda sérstaka landshluta atkvæðagreiðslu um þetta málefni þar sem niðurstöður slíkrar atkvæðagreiðslu væru bindandi. Stjórnmálamenn eiga ávallt að virða lýðræðið og vilja íbúanna en ekki bara þegar það hentar þeim. Slíka atkvæðagreiðslu ætti að halda innan Vestfjarða strax í upphafi næsta kjörtímabils. Það er vægast sagt óþolandi þegar stjórnmálaflokkar snupra vilja almennings eins og gert var í stjórnarskrármálinu. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir munu aldrei leiða stjórnarskrármálið til lykta vegna þess að flokkarnir vilja ekki breytingar á núverandi stjórnarskrá andstætt meirihluta þjóðarinnar. En það er einmitt kjarni lýðræðisins að stjórnmálamenn þurfa að treysta og virða vilja almennings í hvívetna, ekki síst þegar þeir sjálfir hafa aðrar skoðanir. Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er “Lýðræði ekkert kjaftæði”. Við treystum Íslendingum til að ákvarða framtíð sína sjálfir og ekki síst íbúum nærsamfélags um allt land. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun