Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 14:02 Frá Helgustaðanámu. Efri hluti námunnar til vinstri. Grunnur aðstöðuhúss og gömul tæki til hægri. Arnar Halldórsson Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira