Þurfti nýja áskorun en hafði engan áhuga á að fara til Juventus eða Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2021 08:00 Ísak Bergmann í leiknum gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli. Vísir/Hulda Margrét Ísak Bergmann Jóhannesson samdi við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn rétt í þann mund er félagaskiptigluggi Evrópu lokaði. Þessi 18 ára landsliðsmaður hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu en tók á endanum þá ákvörðun að fara til Kaupmannahafnar. Skagamaðurinn ungi var í ítarlegu viðtali við Sportbladet í Svíþjóð þar sem hann fór yfir vistaskiptin og af hverju hann valdi FCK. Skiptu þrjú símtöl sköpum í ákvörðun Ísaks Bergmanns. Jens Gustafsson, fyrrum þjálfari hans, sagði það sama og Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans og Ari Freyr Skúlason, samherji hjá sænska félaginu og íslenska landsliðinu: „FC Kaupmannahöfn er fullkomið félag fyrir þig.“ „FCK hafði haft áhuga í dágóðan tíma en aldrei lagt fram tilboð. Ég komst að því seint á þriðjudagskvöld að þeir vildu kaupa mig. Þeir vissu hver staða mín var hjá Norrköping og gerðu þeim gott tilboð,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu við Sportbladet. Hann viðurkenndir að hann hafi ekki reiknað með að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. Ísak Bergmann Jóhannesson #fcklive pic.twitter.com/IUmCm5pX9h— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2021 „Fyrir mér er þetta rétt skref á þessum tíma, rétt skref í rétta átt. Það er ástæðan fyrir því að ég hafði mikinn áhuga þegar FCK hafði samband. Stórt félag sem berst um titla á hverju ári og leikur í Evrópu.“ Þurfti nýja áskorun „Það er alltaf einhver sem er ekki ánægður en almennt er fólk mjög skilningsríkt. Það vita allir að ég vill ná lengra á mínum ferli heldur en að spila eingöngu fyrir Norrköping. Ég vildi samt sýna félaginu virðingu því ég fékk tækifæri þar og verð þeim ævinlega þakklátur. Ég þurfti samt að taka næsta skref, ég þurfti nýja áskorun.“ „Þú getur ekki bætt þig ef þú ert alltaf innan þægindarammans. Þú verður að taka skref í nýja átt til að verða betri.“ Sáttur með skrefið Ísak Bergmann var hreint út sagt stórkostlegur á fyrsta tímabili sínu hjá Norrköping, þegar Jens Gustafsson var við stjórnvölin. Það gekk ekki alveg nægilega vel undir stjórn Rikard Norling á síðustu leiktíð. „Það er satt, þetta hefur verið frekar mikið upp og niður. Bæði hjá mér og liðinu í heild. Það er auðvitað algengt hjá ungum leikmönnum en þegar það gengur lítið upp hjá liðinu þá er það enn erfiðara fyrir ungan leikmann að bera af.“ „Þó gengið hafi verið upp og niður þá þroskaðist ég sem leikmaður undir stjórn Norling. Ég bætti mig til að mynda er varðar taktík, hann hjálpaði mér með þann hluta af leiknum. Það besta við Norrköping var svo að við reyndum alltaf að spila fótbolta á tíma mínum þar. Það var mjög gaman hvað okkur gekk vel að spila góðan fótbolta.“ „Nú hef ég tekið næsta skref á ferli mínum. Ég átti gott ár í fyrra en á mínum aldri þarftu að halda áfram að taka ný skref til að þróa leik þinn. FCK var nákvæmlega það sem ég var að leita að.“ Veit að Svíar eru ekki hrifnir af Dönum og vildi ekki fara í stórlið „Ég hef tekið eftir því að í Svíþjóð er fólk ekki sérstaklega hrifið af Dönum. Þannig er það bara. Ég horfi aðeins á klúbbinn í heild sinni frekar en deildina. Klúbburinn er stór og ég veit að deildin er aðeins betri en sú sænska en það munar ekki miklu. Málið er að FCK er alltaf að berjast um titla og spilar í Evrópu. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að bæta mig þar sem þetta verður alvöru áskorun.“ „Ef ég hefði farið í enn stærra lið hefðu mögulega liðið sex til níu mánuðir þangað til ég myndi spila. Það er langur tími fyrir ungan leikmann. Þó ég muni ef til vill ekki spila alla leiki á næstunni þá má ég það samt. Þú þroskast sem leikmaður við að spila leiki.“ „Það var mikið talað um hin og þessi lið en ég vissi strax að ég vildi ekki fara til Manchester United, Juventus eða stórliða á borð við þau. Ég vill vera þar eftir tíu ár, þegar ég er 28 ára gamall og verð að nálgast mitt besta. Ég mun vinna að því takmarki allan þann tíma sem það tekur en það er samt ekkert stress.“ „Ég þarf ekki mikinn pening. Það skiptir mig ekki miklu máli. Ég vill þróast sem leikmaður og persóna.“ „Ég hugsað um það mikið,“ sagði Ísak varðandi hvort Norrköping hefði ekki getað fengið betur borgað ef til að mynda eitt af stórliðum álfunnar hefði fest kaup á honum. „Ég vissi samt að það yrði aldrei jafn há upphæð og var talið um. Ég vissi sjálfur að ég vildi ekki fara í lið sem væri of stórt. Ég held líka að Norrköping hafi sett klásúlu þess efnis að þeir fái dágóða summu þegar þar að kemur.“ Vill fara alla leið „Að byrja ferilinn hjá Norrköping var frábært. Það er enginn betri klúbbur betur til þess fallinn en Norrköping. Félagið sá vel um mig frá 15 ára aldri og nú yfirgef ég það sem ungur maður. Ég gæti ekki verið þakklátari en ég þarf að fara út úr þægindarammanum til að þróa minn leik, ég vil fara alla leið,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson að endingu í viðtali við Sportbladet um nýtt ævintýri sitt í Kaupmannahöfn. Fótbolti Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Skagamaðurinn ungi var í ítarlegu viðtali við Sportbladet í Svíþjóð þar sem hann fór yfir vistaskiptin og af hverju hann valdi FCK. Skiptu þrjú símtöl sköpum í ákvörðun Ísaks Bergmanns. Jens Gustafsson, fyrrum þjálfari hans, sagði það sama og Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans og Ari Freyr Skúlason, samherji hjá sænska félaginu og íslenska landsliðinu: „FC Kaupmannahöfn er fullkomið félag fyrir þig.“ „FCK hafði haft áhuga í dágóðan tíma en aldrei lagt fram tilboð. Ég komst að því seint á þriðjudagskvöld að þeir vildu kaupa mig. Þeir vissu hver staða mín var hjá Norrköping og gerðu þeim gott tilboð,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu við Sportbladet. Hann viðurkenndir að hann hafi ekki reiknað með að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. Ísak Bergmann Jóhannesson #fcklive pic.twitter.com/IUmCm5pX9h— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2021 „Fyrir mér er þetta rétt skref á þessum tíma, rétt skref í rétta átt. Það er ástæðan fyrir því að ég hafði mikinn áhuga þegar FCK hafði samband. Stórt félag sem berst um titla á hverju ári og leikur í Evrópu.“ Þurfti nýja áskorun „Það er alltaf einhver sem er ekki ánægður en almennt er fólk mjög skilningsríkt. Það vita allir að ég vill ná lengra á mínum ferli heldur en að spila eingöngu fyrir Norrköping. Ég vildi samt sýna félaginu virðingu því ég fékk tækifæri þar og verð þeim ævinlega þakklátur. Ég þurfti samt að taka næsta skref, ég þurfti nýja áskorun.“ „Þú getur ekki bætt þig ef þú ert alltaf innan þægindarammans. Þú verður að taka skref í nýja átt til að verða betri.“ Sáttur með skrefið Ísak Bergmann var hreint út sagt stórkostlegur á fyrsta tímabili sínu hjá Norrköping, þegar Jens Gustafsson var við stjórnvölin. Það gekk ekki alveg nægilega vel undir stjórn Rikard Norling á síðustu leiktíð. „Það er satt, þetta hefur verið frekar mikið upp og niður. Bæði hjá mér og liðinu í heild. Það er auðvitað algengt hjá ungum leikmönnum en þegar það gengur lítið upp hjá liðinu þá er það enn erfiðara fyrir ungan leikmann að bera af.“ „Þó gengið hafi verið upp og niður þá þroskaðist ég sem leikmaður undir stjórn Norling. Ég bætti mig til að mynda er varðar taktík, hann hjálpaði mér með þann hluta af leiknum. Það besta við Norrköping var svo að við reyndum alltaf að spila fótbolta á tíma mínum þar. Það var mjög gaman hvað okkur gekk vel að spila góðan fótbolta.“ „Nú hef ég tekið næsta skref á ferli mínum. Ég átti gott ár í fyrra en á mínum aldri þarftu að halda áfram að taka ný skref til að þróa leik þinn. FCK var nákvæmlega það sem ég var að leita að.“ Veit að Svíar eru ekki hrifnir af Dönum og vildi ekki fara í stórlið „Ég hef tekið eftir því að í Svíþjóð er fólk ekki sérstaklega hrifið af Dönum. Þannig er það bara. Ég horfi aðeins á klúbbinn í heild sinni frekar en deildina. Klúbburinn er stór og ég veit að deildin er aðeins betri en sú sænska en það munar ekki miklu. Málið er að FCK er alltaf að berjast um titla og spilar í Evrópu. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að bæta mig þar sem þetta verður alvöru áskorun.“ „Ef ég hefði farið í enn stærra lið hefðu mögulega liðið sex til níu mánuðir þangað til ég myndi spila. Það er langur tími fyrir ungan leikmann. Þó ég muni ef til vill ekki spila alla leiki á næstunni þá má ég það samt. Þú þroskast sem leikmaður við að spila leiki.“ „Það var mikið talað um hin og þessi lið en ég vissi strax að ég vildi ekki fara til Manchester United, Juventus eða stórliða á borð við þau. Ég vill vera þar eftir tíu ár, þegar ég er 28 ára gamall og verð að nálgast mitt besta. Ég mun vinna að því takmarki allan þann tíma sem það tekur en það er samt ekkert stress.“ „Ég þarf ekki mikinn pening. Það skiptir mig ekki miklu máli. Ég vill þróast sem leikmaður og persóna.“ „Ég hugsað um það mikið,“ sagði Ísak varðandi hvort Norrköping hefði ekki getað fengið betur borgað ef til að mynda eitt af stórliðum álfunnar hefði fest kaup á honum. „Ég vissi samt að það yrði aldrei jafn há upphæð og var talið um. Ég vissi sjálfur að ég vildi ekki fara í lið sem væri of stórt. Ég held líka að Norrköping hafi sett klásúlu þess efnis að þeir fái dágóða summu þegar þar að kemur.“ Vill fara alla leið „Að byrja ferilinn hjá Norrköping var frábært. Það er enginn betri klúbbur betur til þess fallinn en Norrköping. Félagið sá vel um mig frá 15 ára aldri og nú yfirgef ég það sem ungur maður. Ég gæti ekki verið þakklátari en ég þarf að fara út úr þægindarammanum til að þróa minn leik, ég vil fara alla leið,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson að endingu í viðtali við Sportbladet um nýtt ævintýri sitt í Kaupmannahöfn.
Fótbolti Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira