Þegar ég var lítill róttækur femínisti Una Hildardóttir skrifar 3. september 2021 07:30 Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Kynferðisofbeldi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið. Til þess að lenda í sömu meðferð og femínistar ársins 2011 þarf aktívismi ársins 2021 að vera svo sýnilegur og hávær að hægt sé að uppnefna fólk öfgafemínista. Valdakerfið stendur höllum fæti, mörkin sem skilja að samfélagslega samþykktar skoðanir og jaðarhugmyndir hafa færst til og sífellt fleiri þora að stíga fram og tala fyrir auknu kynjajafnrétti og gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Fjölbreyttar fyrirmyndir Þegar ég tók mín fyrstu skref í femínskri baráttu voru fyrirmyndirnar mér mikilvægar og barátta þeirra veitti mér styrk og þor til þess að halda áfram þrátt fyrir mótlæti og óvæga umræðu. Framlag þeirra var ómetanlegt en hópurinn þótti nokkuð einsleitur og fljótt myndaðist staðalímynd fyrir femínista sem reynt var að nota gegn þeim og gengisfella málflutning þeirra. Ég hafði svo sem ekkert út á það að setja á sínum tíma, enda passaði ég vel inn í staðalímyndina og fannst ég eiga heima innan mengisins. Mér finnst það því fagnaðarefni að í kjölfar viðhorfsbreytinga síðastliðinna ára hafa fjölbreyttari fyrirmyndir stigið fram og sífellt breiðari hópur Íslendinga, sérstaklega ungmenni, samsvarar sig þessum fyrirmyndum. Þannig endurspegla femínistar dagsins í dag betur fjölbreytta flóru samfélagsins. Jafnréttismál komin á kortið Þökk sé aktívistunum, óeigingjarnri baráttu þolenda og sterkum fyrirmyndum höfum við náð langt í jafnréttismálum síðastliðin ár. Við höfum svipt hulunni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem fékk að grassera í hverju einasta horni samfélagsins. Loksins höfum við viðurkennt að við glímum við kerfislægt misrétti sem sem er viðhaldið með þöggun og gerendameðvirkni að vopni. En baráttunni er hvergi nærri lokið. Einhver eiga enn erfitt með að horfast í augu við óréttlætið og taka afstöðu gegn ofbeldi. Á sama tíma sjáum við bakslag í baráttunni víða um heim þar sem þrengt er að sjálfsögðum réttindum kvenna sem fyrri kynslóðir höfðu barist svo hart fyrir. Í kjölfar #metoo byltingarinnar var þrýst á stjórnvöld og kallað eftir aðgerðum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum. Málin komust ekki almennilega á dagskrá fyrr en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við og færði jafnréttismálin undir hatt forsætisráðuneytisins. Við erum rétt að byrja Loksins hefur kallinu eftir aukinni fræðslu og forvörnum frá 2017 verið svarað. Áætlun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni til ársins 2025 er nú þegar komin til framkvæmdar. Í byrjun árs var skipaður starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum og en hann skilaði mennta- og menningarmálaráðuneytinu skýrslu og tillögur sínar í júní. Kallinu eftir markvissum aðgerðum hefur verið svarað með aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og áhrifum þess. Áætlunin byggist á vitundarvakningu, breytingum á verklagi og málsmeðferð auk valdeflingu þar sem áhersla er lögð á stuðning við þolendur. Sérstakur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem ætlað er að tryggja öryggi barna, unglinga og fullorðinna á vettvangi þess leggur nú lokahönd á siðareglur og viðbragðsferla. Ný lög um kynferðislega friðhelgi hafa styrkt réttarstöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis og lög um umsáturseinelti skipta sömuleiðis sköpum fyrir þolendur. Þá var sett inn skýrari heimild til dagsekta í nýjum jafnréttislögum sem snýr aðallega að jafnlaunavottun sem og brotum á jafnréttislögum. En jafnréttisbaráttunni er ekki lokið og er femínisminn mikilvægari en aldrei fyrr. Atburðarás síðastliðinna daga sannar það. Það skiptir máli hver stjórna, við verðum að halda áfram í sókn og koma í veg fyrir að femínistar þurfi að verja sjálfsögð réttindi sem unnist hafa. Það skiptir máli hver stjórna Þegar ég var lítill róttækur femínisti bjó ég í öðru samfélagi, í öðrum heimi. Þjóðfélagið var ekki tilbúið til þess að taka erfiða samtalið, viðurkenna valdaójafnvægið og trúa þolendum. Þökk sé óeigingjarnri baráttu aktívista, þolenda og bandamanna er viðhorfið breytt. Styrkurinn býr í fjöldanum og með hverjum degi sem líður fækkar í hópi stuðningsfólks karlakerfisins. Aktívisminn er þarft aðhald við stjórnvöld og þróast í takt við breytt samfélag. Ég er baráttufólkinu okkar ævinlega þakklát, fyrir að taka slaginn, fyrir að þora og geta lagt sig að mörkum. Ég vil líka þakka Katrínu Jakobsdóttur, fyrir að berjast fyrir því að jafnrétti sé forgangsmál í stjórnmálum og taka sér það dagskrárvald að tryggja að þau verði á dagskrá í öllum umræðuþáttum fram að kosningum. Það á að vera sjálfgefið að jafnréttismál verða ávallt að vera í forgrunni í stjórnmálaumræðunni, til þess á ekki að þurfa aðhald. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun