Þegar ég varð stór róttækur femínisti Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 3. september 2021 11:00 Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun