Þegar ég varð stór róttækur femínisti Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 3. september 2021 11:00 Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun