152 ástæður til bjartsýni Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 4. september 2021 09:01 Athygli þín er auðlind af skornum skammti. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Simon sagði athyglina vera „flöskuháls mannlegrar hugsunar“. Við tökum meðvitað eftir aðeins brotabroti af því sem gerist í kringum okkur. Þessi flöskuháls athyglinnar takmarkar ekki aðeins hvað við veitum athygli í annars örvandi upplýsingaumhverfi, heldur mótar ákvarðanirnar sem við tökum. Það er alveg á hreinu að við veitum mörgum hlutum athygli. En spurningin er: Hversu meðvituð eða meðvitaður ert þú um það sem þú veitir athygli? Athyglin mótar ákvarðanir Athygli okkar mótar hugsun, ímyndarafl, sjónarhorn, ákvarðanir og að lokum aðgerðir sem við grípum til. Enska orðið yfir fréttir, news, er samansett úr upphafsstöfum höfuðáttanna fjögurra, north, east, west og south. Hins vegar má deila um hversu fjölbreytt sjónarhorn við fáum í gegnum fréttaflutning, hvort sem hann er innlendur eða alþjóðlegur. Líka er hollt að velta fyrir sér hversu meðvituð við erum um hvort upplýsingar leiði til betra og innihaldsríkara lífs þegar við tökum ákvarðanir? Nægir ekki að vita hvað er rétt Gagnlegt er að byrja á að skoða hugann þegar kemur að stærstu vá samtímans, loftslagsvánni. Geta jarðarinnar til að endurnýja krafta sína, vegna landnýtingar og ágengni á lífríki jarðar, fer minnkandi. Enric Sala, einn helsti leiðtogi í verndun og eflingu vistkerfa hafsins, komst vel að orði í nýlegu viðtali í hljóðvarpinu Outrage and Optimism. „Ég hélt alltaf að þegar fólk vissi um vísindalegar staðreyndir myndi það taka öðruvísi ákvarðanir.“ Staðreyndin er hins vegar sú, að við erum ekki eins rökræn og við viljum halda. Í raun erum við full af hugsanaskekkjum og tilfinningum í hvert sinn sem við tökum ákvarðanir. Svo eigum við líka erfitt með að hugsa heildrænt, að sjá samhengi hlutanna og hugsa langt fram í tímann. Enric breytti nálgun sinni til að ná eyrum fólks og ráðamanna þegar hann sá hvaða sjónarhorni við lítum helst til. Við gerum lítið í málum jarðarinnar nema við skiljum hvaða áhrif umhverfisváin hefur á okkar persónulega líf. Rekjum fjóra áhugaverða punkta í bók Enrics Sala, The Nature of Nature. 600% aukning á fiski 1. Meira en þrír-fjórðu af fiskistofnum í hafinu eru ofveiddir. Fjöldi fiska eykst um 600% að meðaltali þegar við verndum afmörkuð svæði í hafinu. Fiskurinn syndir svo að sjálfsögðu til annarra svæða, þar sem hægt er að veiða hann undir sjálfbærari stjórn. Allir vinna. Staðreyndin er hins vegar sú að aðeins 3% af heimshöfunum eru vernduð. 2. Það er algeng mýta að segja að við getum ekki verndað lífið í hafinu af því að við þurfum að fæða vaxandi fólksfjölda. Staðreyndin er sú að við framleiðum nægan mat fyrir 30% fleiri en búa á jörðinni, eða 10 milljarða manna. Við hins vegar sóum þriðjungi hans eða týnum. Eyðum meira í ís og tölvuleiki, en náttúru 3. Við eyðum meiri pening í að kaupa ís, en við verjum í að vernda náttúruna á ári. Auðlindir jarðar sem við nýtum eru metnar á 125 trilljónir dollara á ári. Ofnýting á auðlindum jarðar, kostar okkur 6 trilljónir á ári. Trilljón er stjarnfræðileg upphæð, svo há að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir stærðinni. Ein trilljón er milljón milljónir. Eða þúsund milljarðar dollara, margfaldaðir með 127 kr. á gengi dagsins. Það eru 12 núll í trilljón. Hætt/ur að lesa? 4. Áætlað er að kostnaðurinn við að vernda að minnsta kosti 30% af náttúrunni sé um það bil 140 milljarðar dollara á ári. Það er minni upphæð en við eyðum í tölvuleiki á ári. Til samanburðar er jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn niðurgreiddur um 3 trilljónir dollara á ári. 152. leiðandi aðilar á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Festa – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, hefur vaxið ört frá því samtökin voru stofnuð af sex fyrirtækjum árið 2011, Landsbankanum, Íslandsbanka, Össuri, Símanum, Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan. Nýlega gekk 152. aðildafélagið í Festu, en það er Seðlabanki Íslands. Breiður hópur fyrirtækja á aðild að Festu, frá minnstu til þeirra stærstu á Íslandi, stofnanir, háskólar, sveitafélög, félagasamtök, fjámálastofnanir og hagsmunasamtök. Festa er þekkingarsamfélag og frjáls félagsamtök, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samfélag Festu stuðlar að nýsköpun, framsýnni hugsun og brúarsmíð á milli ólíkra aðila. Við stuðlum að hringrásarhagkerfinu og sjálfbærni. Við trúum á sjálfbæra framtíð, erindi einstaklinga, hugvit og sterka innviði. Því virkari sem samfélag Festu er, því fókuseraðri verður athygli okkar að málefninu. Athyglin mótar hugsanir, hugsanir móta ákvarðanir og ákvarðanir eru grunnurinn að aðgerðum. Ástæða til bjartsýni Í raun fjallar þetta um sjónarhorn og hugrekki til að taka réttar ákvarðanir. Það vantar ekkert upp á þekkingu, rök, greiningar eða vísindi. Við þurfum að nýta auðlindina athygli betur og meðvitaðar og styðja hvert annað í átt að sjálfbærni. Þar kemur fræðsluhlutverk Festu sterkt inn. Vaxandi samfélag Festu stígur sífellt fastar til jarðar í þessum ásetningi og styður við vegferð annarra í sömu átt. Það er sannarlega ástæða til bjartsýni um sjálfbærari og frjósamari framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Athygli þín er auðlind af skornum skammti. Nóbelsverðlaunahafinn Herbert A. Simon sagði athyglina vera „flöskuháls mannlegrar hugsunar“. Við tökum meðvitað eftir aðeins brotabroti af því sem gerist í kringum okkur. Þessi flöskuháls athyglinnar takmarkar ekki aðeins hvað við veitum athygli í annars örvandi upplýsingaumhverfi, heldur mótar ákvarðanirnar sem við tökum. Það er alveg á hreinu að við veitum mörgum hlutum athygli. En spurningin er: Hversu meðvituð eða meðvitaður ert þú um það sem þú veitir athygli? Athyglin mótar ákvarðanir Athygli okkar mótar hugsun, ímyndarafl, sjónarhorn, ákvarðanir og að lokum aðgerðir sem við grípum til. Enska orðið yfir fréttir, news, er samansett úr upphafsstöfum höfuðáttanna fjögurra, north, east, west og south. Hins vegar má deila um hversu fjölbreytt sjónarhorn við fáum í gegnum fréttaflutning, hvort sem hann er innlendur eða alþjóðlegur. Líka er hollt að velta fyrir sér hversu meðvituð við erum um hvort upplýsingar leiði til betra og innihaldsríkara lífs þegar við tökum ákvarðanir? Nægir ekki að vita hvað er rétt Gagnlegt er að byrja á að skoða hugann þegar kemur að stærstu vá samtímans, loftslagsvánni. Geta jarðarinnar til að endurnýja krafta sína, vegna landnýtingar og ágengni á lífríki jarðar, fer minnkandi. Enric Sala, einn helsti leiðtogi í verndun og eflingu vistkerfa hafsins, komst vel að orði í nýlegu viðtali í hljóðvarpinu Outrage and Optimism. „Ég hélt alltaf að þegar fólk vissi um vísindalegar staðreyndir myndi það taka öðruvísi ákvarðanir.“ Staðreyndin er hins vegar sú, að við erum ekki eins rökræn og við viljum halda. Í raun erum við full af hugsanaskekkjum og tilfinningum í hvert sinn sem við tökum ákvarðanir. Svo eigum við líka erfitt með að hugsa heildrænt, að sjá samhengi hlutanna og hugsa langt fram í tímann. Enric breytti nálgun sinni til að ná eyrum fólks og ráðamanna þegar hann sá hvaða sjónarhorni við lítum helst til. Við gerum lítið í málum jarðarinnar nema við skiljum hvaða áhrif umhverfisváin hefur á okkar persónulega líf. Rekjum fjóra áhugaverða punkta í bók Enrics Sala, The Nature of Nature. 600% aukning á fiski 1. Meira en þrír-fjórðu af fiskistofnum í hafinu eru ofveiddir. Fjöldi fiska eykst um 600% að meðaltali þegar við verndum afmörkuð svæði í hafinu. Fiskurinn syndir svo að sjálfsögðu til annarra svæða, þar sem hægt er að veiða hann undir sjálfbærari stjórn. Allir vinna. Staðreyndin er hins vegar sú að aðeins 3% af heimshöfunum eru vernduð. 2. Það er algeng mýta að segja að við getum ekki verndað lífið í hafinu af því að við þurfum að fæða vaxandi fólksfjölda. Staðreyndin er sú að við framleiðum nægan mat fyrir 30% fleiri en búa á jörðinni, eða 10 milljarða manna. Við hins vegar sóum þriðjungi hans eða týnum. Eyðum meira í ís og tölvuleiki, en náttúru 3. Við eyðum meiri pening í að kaupa ís, en við verjum í að vernda náttúruna á ári. Auðlindir jarðar sem við nýtum eru metnar á 125 trilljónir dollara á ári. Ofnýting á auðlindum jarðar, kostar okkur 6 trilljónir á ári. Trilljón er stjarnfræðileg upphæð, svo há að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir stærðinni. Ein trilljón er milljón milljónir. Eða þúsund milljarðar dollara, margfaldaðir með 127 kr. á gengi dagsins. Það eru 12 núll í trilljón. Hætt/ur að lesa? 4. Áætlað er að kostnaðurinn við að vernda að minnsta kosti 30% af náttúrunni sé um það bil 140 milljarðar dollara á ári. Það er minni upphæð en við eyðum í tölvuleiki á ári. Til samanburðar er jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn niðurgreiddur um 3 trilljónir dollara á ári. 152. leiðandi aðilar á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Festa – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, hefur vaxið ört frá því samtökin voru stofnuð af sex fyrirtækjum árið 2011, Landsbankanum, Íslandsbanka, Össuri, Símanum, Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan. Nýlega gekk 152. aðildafélagið í Festu, en það er Seðlabanki Íslands. Breiður hópur fyrirtækja á aðild að Festu, frá minnstu til þeirra stærstu á Íslandi, stofnanir, háskólar, sveitafélög, félagasamtök, fjámálastofnanir og hagsmunasamtök. Festa er þekkingarsamfélag og frjáls félagsamtök, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samfélag Festu stuðlar að nýsköpun, framsýnni hugsun og brúarsmíð á milli ólíkra aðila. Við stuðlum að hringrásarhagkerfinu og sjálfbærni. Við trúum á sjálfbæra framtíð, erindi einstaklinga, hugvit og sterka innviði. Því virkari sem samfélag Festu er, því fókuseraðri verður athygli okkar að málefninu. Athyglin mótar hugsanir, hugsanir móta ákvarðanir og ákvarðanir eru grunnurinn að aðgerðum. Ástæða til bjartsýni Í raun fjallar þetta um sjónarhorn og hugrekki til að taka réttar ákvarðanir. Það vantar ekkert upp á þekkingu, rök, greiningar eða vísindi. Við þurfum að nýta auðlindina athygli betur og meðvitaðar og styðja hvert annað í átt að sjálfbærni. Þar kemur fræðsluhlutverk Festu sterkt inn. Vaxandi samfélag Festu stígur sífellt fastar til jarðar í þessum ásetningi og styður við vegferð annarra í sömu átt. Það er sannarlega ástæða til bjartsýni um sjálfbærari og frjósamari framtíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun