Sauðfé fækkar og fækkar í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2021 13:30 Sauðfé hefur sjaldan eða aldrei verið eins fátt í landinu og núna en í dag eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði. Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“ Landbúnaður Dýr Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“
Landbúnaður Dýr Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira