Myndir frá vettvangi sýna bílinn á hlið á miðjum veginum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sjúkrabíll sendur á vettvang, ásamt slökkvibíl ef til olíuleka hefði komið.
Þegar á vettvang var komið reyndist ökumaðurinn minna slasaður en talið var og var hann að endingu ekki fluttur á slysadeild.
Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um hvernig til bílveltunnar kom.