„Þetta var íslenskur karakter, eitthvað sem við höfum alltaf haft“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2021 18:37 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við RÚV að loknu 2-2 jafntefli Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM sem fram fer í Katar um jólin 2022. Hann tekur á sig slaka byrjun Íslands og hrósaði ungu strákunum sem komu inn af bekknum og breyttu leiknum. „Þetta sýnir að fótboltinn er stundum óútreiknanlegur. Við byrjuðum leikinn frábærlega á fyrstu mínútu en svo slökknaði á okkur í 64 mínútur, það er engin afsökun fyrir því. Við vorum langt frá mönnum, það var lítið tempó, vorum ekki að skila sendingum á réttan stað og vorum ekki að verjast nægilega vel, fáum á okkur mark úr horni. Þetta var ekki gott og ég tek það algjörlega á mig,“ sagði Arnar Þór við RÚV að leik loknum. „Það sem var gott í þessu var að sjá að þeir drengir sem komu inn á – og orkan sem þeir komu með – þessi jákvæði fótbolti sem við viljum koma inn í liði hægt og sígandi var yndislegt. Þetta var algjör rússibani síðustu 20 mínúturnar. Það var gott móralslega séð fyrir þennan hóp að fá þetta stig. Hefði verið rosalega erfitt að labba út úr þessum leik með 90 mínútur eins og fyrstu 64 mínúturnar voru hér í kvöld.“ „Þetta var íslenskur karakter, það er ósköp einfalt. Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf haft. Þessi orka – sem ég nefndi – er líka bara karakter. Að þora að koma og spila jákvæðan fótbolta, senda fram á við, pressa, sækja færi og sækja mörk. Við sóttum á mjög mörgum mönnum síðustu 20 mínútur leiksins, vorum líka rosalega fljótir til baka. Brynjar Ingi (Bjarnason) ver á línu til að mynda. Orkan í liðinu, og allt tempó, var allt annað síðustu 25 mínúturnar miðað við fyrstu 65 mínúturnar,“ sagði Arnar Þór um endurkomu Íslands í kvöld. „Hann kemur inn á skorar, ég vil samt ekki neitt af Þóri Jóhanni Helgasyni, Jóni Degi Þorsteinssyni, Arnóri Sigurðssyni eða Ara Frey Skualsni. Þeir komu allir mjög vel inn í leikinn og allir fimm hjálpuðu þeim sem voru fyrir inn á að breyta þessum leik. Andir Lucas – eða einhver annar – allir þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér. Það er virkilega erfitt að tengja saman leiki á þessum aldri. Það er líka erfitt að láta unga leikmenn spila 90 mínútur tvisvar til þrisvar á svona stuttum tíma. Þetta tekur á líkamlega. Þurfum að vera skynsöm og verja þá. Þurfum að taka skrefin á réttum tíma svo þeir verði á endanum tilbúnir fyrir A-landsliðið,“ sagði Arnar Þór um Andra Lucas Guðjohnsen en hann kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmark Íslands. „Siggi (Sigurður Sveinn Þórðarson), liðstjórinn okkar, hefur ákveðið það. Ég hef engan tíma til að pæla í því,“ sagði Arnar um þá ákvörðun að láta Andra Lucas bera númerið 22 líkt og faðir hans gerði undir lokin með íslenska landsliðinu. „Við vitum alveg að fyrir þessa drengi er ekkert auðvelt að bera þetta nafn. Þeir eru geggjaðir báðir tveir og ég veit að sá þriðji er á leiðinni,“ sagði þjálfarinn um Svein Andra og Andra Lucas Guðjohnsen. „Ég er bara ekki byrjaður að pæla í Þjóðverjunum. Síðasta vika er búin að vera rússíbani. Við setjumst niður í kvöld og leikgreinum okkar leik fyrst, skoðum svo tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara Þýskalands á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
„Þetta sýnir að fótboltinn er stundum óútreiknanlegur. Við byrjuðum leikinn frábærlega á fyrstu mínútu en svo slökknaði á okkur í 64 mínútur, það er engin afsökun fyrir því. Við vorum langt frá mönnum, það var lítið tempó, vorum ekki að skila sendingum á réttan stað og vorum ekki að verjast nægilega vel, fáum á okkur mark úr horni. Þetta var ekki gott og ég tek það algjörlega á mig,“ sagði Arnar Þór við RÚV að leik loknum. „Það sem var gott í þessu var að sjá að þeir drengir sem komu inn á – og orkan sem þeir komu með – þessi jákvæði fótbolti sem við viljum koma inn í liði hægt og sígandi var yndislegt. Þetta var algjör rússibani síðustu 20 mínúturnar. Það var gott móralslega séð fyrir þennan hóp að fá þetta stig. Hefði verið rosalega erfitt að labba út úr þessum leik með 90 mínútur eins og fyrstu 64 mínúturnar voru hér í kvöld.“ „Þetta var íslenskur karakter, það er ósköp einfalt. Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf haft. Þessi orka – sem ég nefndi – er líka bara karakter. Að þora að koma og spila jákvæðan fótbolta, senda fram á við, pressa, sækja færi og sækja mörk. Við sóttum á mjög mörgum mönnum síðustu 20 mínútur leiksins, vorum líka rosalega fljótir til baka. Brynjar Ingi (Bjarnason) ver á línu til að mynda. Orkan í liðinu, og allt tempó, var allt annað síðustu 25 mínúturnar miðað við fyrstu 65 mínúturnar,“ sagði Arnar Þór um endurkomu Íslands í kvöld. „Hann kemur inn á skorar, ég vil samt ekki neitt af Þóri Jóhanni Helgasyni, Jóni Degi Þorsteinssyni, Arnóri Sigurðssyni eða Ara Frey Skualsni. Þeir komu allir mjög vel inn í leikinn og allir fimm hjálpuðu þeim sem voru fyrir inn á að breyta þessum leik. Andir Lucas – eða einhver annar – allir þessir drengir eiga framtíðina fyrir sér. Það er virkilega erfitt að tengja saman leiki á þessum aldri. Það er líka erfitt að láta unga leikmenn spila 90 mínútur tvisvar til þrisvar á svona stuttum tíma. Þetta tekur á líkamlega. Þurfum að vera skynsöm og verja þá. Þurfum að taka skrefin á réttum tíma svo þeir verði á endanum tilbúnir fyrir A-landsliðið,“ sagði Arnar Þór um Andra Lucas Guðjohnsen en hann kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmark Íslands. „Siggi (Sigurður Sveinn Þórðarson), liðstjórinn okkar, hefur ákveðið það. Ég hef engan tíma til að pæla í því,“ sagði Arnar um þá ákvörðun að láta Andra Lucas bera númerið 22 líkt og faðir hans gerði undir lokin með íslenska landsliðinu. „Við vitum alveg að fyrir þessa drengi er ekkert auðvelt að bera þetta nafn. Þeir eru geggjaðir báðir tveir og ég veit að sá þriðji er á leiðinni,“ sagði þjálfarinn um Svein Andra og Andra Lucas Guðjohnsen. „Ég er bara ekki byrjaður að pæla í Þjóðverjunum. Síðasta vika er búin að vera rússíbani. Við setjumst niður í kvöld og leikgreinum okkar leik fyrst, skoðum svo tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara Þýskalands á morgun,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22 Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48
Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11
Einkunnir Íslands: Brynjar Ingi stóð upp úr Íslenska karlalandsliðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. 5. september 2021 18:22
Andri Lucas: Æðisleg tilfinning að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið í kvöld og tryggði um leið íslenska liðinu 2-2 jafntefli á móti Norður Makedóníu í undankeppni HM. 5. september 2021 18:23