Körfubolti

Leiðin að bikarmeistaratitlunum í körfubolta liggur fyrir

Sindri Sverrisson skrifar
Stjarnan varð bikarmeistari árið 2020, annað árið í röð, og mætir KR annað kvöld í 16-liða úrslitum.
Stjarnan varð bikarmeistari árið 2020, annað árið í röð, og mætir KR annað kvöld í 16-liða úrslitum. VÍSIR/DANÍEL

Nú er ljóst hvaða leiðir lið þurfa að fara til að komast í úrslitaleiki VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta. Keppnin verður spiluð nú í september og lýkur með úrslitaleikjum í Smáranum eftir tólf daga, laugardaginn 18. september.

Í VÍS-bikar kvenna eru lið Hauka, Keflavíkur og Vals komin áfram í átta liða úrslitin. Keflavík og Haukar mætast þar í stórleik. Sigurliðið í leik Fjölnis og Breiðabliks í 16-liða úrslitum í kvöld kemst hins vegar beint í undanúrslitin.

Fjórðungsúrslit - laugardagurinn 11. september

  • Viðureign 1: Stjarnan eða Tindastóll - Valur
  • Viðureign 2: Keflavík - Haukar
  • Viðureign 3: KR eða ÍR - Grindavík eða Njarðvík
  • Viðureign 4: Ekki spiluð. Fjölnir eða Breiðablik fer beint áfram í undanúrslit.

Viðureignir í fjórðungsúrslitum skýrast eftir leikina í kvöld, mánudaginn 6. september.

Undanúrslit - miðvikudagurinn 15. september

  • Sigurvegari viðureign 1 - Sigurvegari viðureign 2
  • Sigurvegari viðureign 4 - Sigurvegari viðureign 3

Bikarmeistararnir eða KR gegn Grindavík eða Breiðabliki

Í VÍS-bikar karla er spilað í 16-liða úrslitum á morgun þar sem til að mynda Stjarnan mætir KR og Njarðvík leikur við Val. Stjarnan, sem er ríkjandi bikarmeistari, eða KR á svo fyrir höndum leik við Grindavík eða Breiðablik í 8-liða úrslitum, en sigurliðið úr leik Njarðvíkur og Vals mætir Haukum. Tindastóll og Keflavík gætu mæst í 8-liða úrslitum.

Fjórðungsúrslit - sunnudagurinn 12. september

  • Viðureign 1: Tindastóll eða Álftanes - Höttur eða Keflavík
  • Viðureign 2: Stjarnan eða KR - Grindavík eða Breiðablik
  • Viðureign 3: Njarðvík eða Valur - Haukar
  • Viðureign 4: Vestri eða Sindri - ÍR eða Þór Þ.

Viðureignir í fjórðungsúrslitum skýrast eftir leikina þriðjudaginn 7. september.

Undanúrslit - fimmtudagurinn 16. september

  • Sigurvegari viðureign 3 - Sigurvegari viðureign 4
  • Sigurvegari viðureign 2 - Sigurvegari viðureign 1

Bikarkeppnin var ekki kláruð síðasta vetur vegna kórónuveirufaraldursins og fer því fram núna í aðdraganda nýs Íslandsmóts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×