Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir útkallið í samtali við fréttastofu. Hann segir eðlilegt að sérsveitin hafi verið kölluð út enda séu þjálfaðir kafarar í henni.
Einn hafi verið í bifreiðinni sem fór út í sjó og tókst honum að koma sér út úr bílnum. Verið sé að hlúa að honum þessa stundina.
Talið sé að bifreiðin hafi runnið af rampi sem notaður er af meðal annars siglinga- og sjósundsfólki.