Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 21:00 Frá Skaftárhlaupinu árið 2018. Hlaupvatn komið að hringveginum um Eldhraun. Einar Árnason Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49