Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 21:00 Frá Skaftárhlaupinu árið 2018. Hlaupvatn komið að hringveginum um Eldhraun. Einar Árnason Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma. Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Það fór sem menn grunaði að eystri og stærri ketillinn í Skaftárjökli myndi hlaupa í beinu framhaldi af þeim vestri í síðustu viku en farið var yfir stöðuna í fréttum Stöðvar 2. Íshellan yfir eystri katlinum var tekin að síga í gærmorgun en það var svo í morgun sem hlaupvatnið brast undan jöklinum. Í hlaupinu árið 2015 flæddi yfir veginn við bæinn Hvamm í Skaftártungu.Stöð 2/Skjáskot. Í dag sýndu mælar við Sveinstind hratt vaxandi rennsli og hafði það þrefaldast frá hádegi, farið úr 300 rúmmetrum á sekúndu upp í eittþúsund undir kvöld. Sérfræðingar Veðurstofu áætla að hlaupið geti farið í tvöþúsund rúmmetra á sekúndu. Það er svipað og í hlaupi árið 2018 en talsvert minna en í hamfarahlaupinu 2015, sem fór í þrjúþúsund rúmmetra á sekúndu. Almannavarnir lýstu í gær yfir hættustigi og hafa sms-skilaboð verið í send í farsíma á svæðinu, bæði á íslensku og ensku. Þá er búið að rýma fjallaskála í Hólaskjóli og hálendisleiðum á svæðinu, eins og Fjallabaksleið nyrðri, var lokað í kvöld. Í Skaftárhlaupinu árið 2018 flæddi yfir hringveginn í Eldhrauni.ÁGÚST FREYR BJARTMARSSON Svo háttar jafnan til með Skaftárhlaup að meginhluti þeirra fylgir ekki farvegi Skaftár alla leið til sjávar heldur er áætlað að um áttatíu prósent hlaupvatnsins fari yfir í Eldvatn og síðan til sjávar um Kúðafljót. Búist er við að hlaupsins fari að gæta í byggð í Skaftártungu í nótt eða snemma í fyrramálið. Eftir það muni rennsli aukast jafnt og þétt og líklega ná hámarki við þjóðveg eitt í Eldhrauni á miðvikudagskvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Miðað við fyrri hlaup af þessari stærð má telja víst að sveitavegir lokist og það flæði yfir tún bænda og einnig þykir líklegt að það flæði yfir hringveginn í Eldhrauni. Lokist hann verður umferð hleypt um Meðalland og var veghefill sendur þangað í dag til að hefla malarveginn. Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum fær eldskírnina á næstu dögum.Egill Aðalsteinsson Og svo verður fróðlegt að sjá hvernig nýjan brúin yfir Eldvatn reynist nú þegar hún fær á sig stórhlaup í fyrsta sinn og einnig hvort gamla brúin muni enn hanga uppi þegar flóðinu slotar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Loka vegum vegna Skaftárhlaups Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. 6. september 2021 16:12
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49