Fyrri samningur Leonharðs gilti til næsta vors, en FH-ingar hafa tryggt sér þjónustu þessa 25 ára hornamannst næstu þrjú ár.
Leonharð gekk í raðir FH frá nágrannaliðinu Haukum í ársbyrjun 2019. Fyrst um sinn kom hann sem lánsmaður, en varð formlega leikmaður FH það sama sumar.
Leonharð hefur verið öflugur í liði FH síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir tveimur og hálfu ári, en á síðasta tímabili spilaði hann 24 leiki og skoraði 72 mörk.